Landsvirkjun
Landsvirkjun
Landsvirkjun

Sérfræðingur í reikningshaldi

Spennandi tækifæri hjá Landsvirkjun

Við sjáum fyrir okkur sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku, og leggjum okkur fram við að fara vel með þá fjármuni sem okkur er treyst fyrir. Við leitum að liðsfélaga í reikningshaldið og auglýsum eftir viðskiptafræðingi eða viðurkenndum bókara í starf sérfræðings. Sameiginlegt markmið deildarinnar er að styðja við vegferð Landsvirkjunar og felur í sér samvinnu við fólk þvert á fyrirtækið.

Eitt af verkefnum deildarinnar er að þróa notkun nýs bókhaldskerfis og við vinnum stöðugt að því að bæta stafræna ferla og gera þá sjálfvirka. Þetta er einstakt tækifæri fyrir metnaðarfullan bókara sem hefur áhuga á tækni og vill taka þátt í að móta framtíðarvinnubrögð.

Við hverju má búast?

  • þátttöku í almennum bókhaldsstörfum og öðrum verkefnum innan fjármálasviðs
  • þátttöku í faglegu teymi sérfræðinga sem deilir áhuga á bókhaldi, stafrænni þróun og umbótum
  • tækifærum til að koma með hugmyndir að þróun og sjálfvirknivæðingu stafrænna ferla

Hefur þú eftirfarandi hæfni og reynslu sem nýtist í starfi?

  • viðskiptafræðingur, viðurkenningu sem bókari, eða aðra menntun sem nýtist í starfi
  • þekkingu, reynslu og ánægju af færslu bókhalds
  • áhuga á tækni og stafrænni þróun
  • framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum

Hvernig vinnustaður er Landsvirkjun?

Við leggjum áherslu á fagmennsku, sjálfbærni og stöðugar umbætur. Sem sérfræðingur í þessu starfi stuðlar þú að betri nýtingu fjármagns og tíma, sem gerir fyrirtækinu kleift að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni og framtíðarverkefnum. Við styðjum við starfsfólk okkar með símenntun, sveigjanleika og góðu starfsumhverfi þar sem jafnrétti, traust og samvinna eru í forgrunni.

Hljómar þetta spennandi?

Störf sem sameina ástríðu fyrir reikningshaldi, tölvukerfum og grænni framtíð eru ekki á hverju strái. Ef þú deilir með okkur þránni eftir sjálfbærum heimi og hefur líka lag á tölum, tölvum og kerfum, viljum við fá þig til liðs við okkur.

Sendu okkur umsókn með ferilskrá og kynningarbréfi þar sem þú segir frá reynslu þinni og hvað kveikir áhuga þinn á starfinu. Fyrirspurnir má senda á netfangið [email protected].

Advertisement published19. September 2025
Application deadline30. September 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ReconciliationPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Microsoft Dynamics 365 Business CentralPathCreated with Sketch.BillingPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags