
Landsnet hf.
Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og allt okkar starf snýst um að flytja orku sem drífur áfram lífsgæði og sköpunarkraft samfélagsins til framtíðar.Við erum líka framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni við aðstæður þar sem umhyggja, jafnrétti og öryggi eru í fyrirrúmi.

Viðskiptastjóri/-stýra
Framtíðin felst í samstarfi!
Við leitum að viðskiptastjóra/-stýru sem brennur fyrir því að byggja upp traust og skapa verðmæti í samstarfi við viðskiptavini okkar. Þér gefst tækifæri til að efla tengsl við núverandi og nýja viðskiptavini og taka þátt í að móta framtíð raforkumarkaðarins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Byggja upp og viðhalda traustum samskiptum við viðskiptavini.
- Greina þarfir, stöðu og áform viðskiptavina á raforkumarkaði.
- Stuðla að sameiginlegri verðmætasköpun með virðisskapandi þjónustu og ráðgjöf.
- Þróa þjónustu, vörur og stafrænar lausnir sem bæta upplifun viðskiptavina.
- Taka þátt í þjónustumælingum, greiningu vaxtartækifæra og umbótaverkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði, lögfræði, verkfræði eða skyldum greinum.
- Reynslu af viðskiptastjórnun, samningaviðræðum, ráðgjöf eða þjónustuþróun er kostur.
- Skilningur á raforkumörkuðum er æskilegur.
- Greiningarhæfni og hæfni til að leiða umbætur.
- Frumkvæði, góð samskipta- og samstarfshæfni
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2025.
Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um óháð uppruna, aldri eða kyni. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem þú segir okkur af hverju þig langar að bætast í hópinn.
Sótt er um starfið á landsnet.is. Nánari upplýsingar veitir Jason Már Bergsteinsson, mannauðssérfræðingur, á [email protected]. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Advertisement published9. September 2025
Application deadline21. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Miðás 7A, 700 Egilsstaðir
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Rangárvöllum
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Viðskiptastjóri
Motus

Við erum að leita að kraftmiklum verkstjóra!
Atlas Verktakar ehf

Viðskiptastjóri í birtingadeild
Birtingahúsið

Deildarstjóri uppgjöra og reikningsskila
Sýn

Head of Engineering / Sviðsstjóri tækni- og verkfræðisviðs
Alvotech hf

Deildarstjóri tækni og reksturs GAJA
Sorpa bs.

Service Technician
Teledyne Gavia ehf.

Innheimtufulltrúi
1912 ehf.

Mechanical / Biomechanical Engineer
Embla Medical | Össur

Sérfræðingur í lánadeild
Stapi lífeyrissjóður

Reikningshald og bókhald – Viðskiptafræðingur / viðurkenndur bókari
Konvin / MyGroup

Lögfræðingur á sviði skatta-og lögfræðiráðgjafar
Deloitte Legal