

Bókari
Kerfi Fyrirtækjaþjónusta óskar eftir að ráða bókara til starfa. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf með skemmtilegu og hressu fólki. Kerfi fyrirtækjaþjónusta er öflugt fyrirtæki í Hafnarfirði sem sérhæfir sig í leigu á vatns- og kaffivélum ásamt sölu á kaffi, vatni og öðrum vörum á kaffistofuna fyrir stofnanir og fyrirtæki. Kerfi hefur hlotið viðurkenningu sem Framúrskarandi Fyrirtæki 2021, 2022, 2023, 2024 og 2025 hjá Creditinfo.
Bókari þarf að hafa góð skil á almennum bókunarferlum, vera áreiðanlegur og talnaglöggur. Viðkomandi mun hafa umsjón með frágangi bókhalds til uppgjörs. Unnið er með DK-Bókhaldskerfi. Vinnutími frá 8:00 til 13:00 en vinnutími getur breyst ef þarf. Miðað er við að starfsmaður geti hafið störf í lok Nóvember eða byrjun Desember 2025
Færsla bókhalds og afstemmingar
Móttaka reikninga, samþykktarferli og greiðsla þeirra
Reikningagerð og innheimta
Uppgjör og skil virðisaukaskatts
Launaútreikningar, uppgjör og skil á skilagreinum
Önnur tilfallandi verkefni
Próf sem viðurkenndur bókari eða viðskiptafræðipróf er skilyrði
Að lágmarki tveggja ára starfsreynsla á sviði bókhalds- og uppgjörsvinnu
Reynsla af vinnu með DK-Bókhaldskerfi
Gott vald á MS officelausnum
Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt
Góð íslensku- og enskukunnátta
Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
Reynsla af fjölbreyttu starfi er kostur













