RÚV
RÚV
RÚV

Launasérfræðingur

Launasérfræðingur

Við leitum að öflugum og lausnamiðuðum sérfræðingi sem hefur brennandi áhuga á launamálum og umbótum á vinnuferlum. Starfið felur í sér ábyrgð á launavinnslu og tímaskráningu ásamt ráðgjöf, greiningum og framsetningu gagna sem styðja við ákvarðanatöku stjórnenda. Starfið er hluti af fjármáladeild en krefst mikillar samvinnu við mannauðsdeild og stjórnendur þvert á starfsemina.

Unnið er með H3 launa- og mannauðskerfi og tímaskráningarkerfið Vinnustund.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Launavinnsla.
  • Umsjón með tímaskráningarkerfi í samstarfi við stjórnendur.
  • Ráðgjöf og upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsfólks.
  • Greiningar og framsetning launatengdra gagna.
  • Þróun og umbætur á launatengdum ferlum og samræming vinnubragða.
  • Undirbúningur og þátttaka í verkefnum tengdum jafnlaunavottun.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af launavinnslu og túlkun kjarasamninga.
  • Góð samskiptahæfni, þjónustulund og sveigjanleiki í samstarfi.
  • Nákvæmni, skipulögð vinnubrögð og hæfni til að greina og vinna með töluleg gögn.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og virk umbótahugsun.
  • Góð almenn tölvukunnátta og færni í excel.
  • Þekking á H3 launakerfi og Vinnustund er kostur.
  • Góð íslenskukunnátta.

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað rafrænt á ráðningarvef RÚV með því að smella á hnappinn hér til hliðar.
Umsóknarfrestur er til og með 12. okt. 2025.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Þór Hermannsson, fjármálastjóri ([email protected]).


Stefna RÚV er að þar starfi fjölbreyttur starfshópur. Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð aldri, kyni, uppruna eða fötlun.

Advertisement published25. September 2025
Application deadline12. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Payroll processingPathCreated with Sketch.PrecisionPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags