
Skrifstofustjóri
ICE (Nicopods ehf.) óskar eftir skipulögðum og ábyrgum skrifstofustjóra til að leiða daglega starfsemi skrifstofunnar.
ICE (Nicopods ehf.) er alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur á skömmum tíma náð fótfestu á einum mest vaxandi alþjóðlega markaði heimsins. Við erum framleiðendur og eigendur ICE vörumerkisins – nikótín- og koffínpúða sem eru seldir víða um heim.
Við leggjum metnað í gæði, nýsköpun og að vera alltaf skrefinu á undan í þróun markaðarins. Hjá okkur færðu að taka þátt í spennandi ferðalagi með fyrirtæki sem er í örum vexti, þar sem hugmyndir verða að veruleika og metnaður fær að njóta sín.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með daglegum rekstri skrifstofu og almennum skrifstofustörfum
- Móttaka, úrvinnsla og skráning gagna og samskipta
- Samskipti við birgja, flutningsaðila, samstarfsaðila og opinberar stofnanir
- Skipulagning funda, viðburða og ferðalaga eftir þörfum
- Eftirlit með birgðum skrifstofuvara og umsjón með innkaupum
- Aðstoð við mannauðsmál, s.s. ráðningarferli, samninga og skráningar
- Skráning og utanumhald bókhaldslegra gagna í samstarfi við endurskoðanda/bókhaldara
- Stuðningur við stjórnendur og aðra starfsmenn í daglegu starfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi, t.d. á sviði rekstrar, skrifstofu- eða stjórnunarmála.
- Góð fjármálakunnátta.
- Skipulögð, sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð
- Góð tölvukunnátta og færni í helstu skrifstofuforritum
- Framúrskarandi samskiptafærni, bæði í rituðu og töluðu máli (íslenska og enska)
- Reynsla af skrifstofu- eða stjórnunarstörfum er kostur
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi og vaxandi fyrirtæki
- Tækifæri til að hafa áhrif á þróun innri ferla og skipulag
- Góðan starfsanda og sveigjanleika
- Samkeppnishæf laun
- Sjálfstæði í starfi
Advertisement published24. September 2025
Application deadline14. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Iðngarðar 4A, 250 Garður
Víkurhvarf 2, 203 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Skrifstofustarf í útflutningsdeild
Smyril Line Ísland ehf.

Hafnarstjóri í Snæfellsbæ
Snæfellsbær

SPENNANDI STARF Í FERÐAÞJÓNUSTU
Iceland ProTravel

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir skrifstofustjóra
Urriðaholtsskóli

Gjaldkeri hjá Bláskógabyggð
Bláskógabyggð

Liðsauki í fasteigna- og munatjón
Vörður tryggingar

Vandvirkur bókari
Bókhaldsstofa

Deildarstjóri Stjórnmálafræðideildar
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

þjónustufulltrúi
Stólpi Gámar ehf

Þjónustusvið - flugfrakt
Torcargo

Launafulltrúi
Hagvangur

Þjónustu og samskiptafulltrúi
Skólamatur