Smyril Line Ísland ehf.
Smyril Line Ísland ehf.
Smyril Line Ísland ehf.

Skrifstofustarf í útflutningsdeild

Smyril Line Cargo óskar eftir talnaglöggum og hörkuduglegum starfsmanni í fullt starf á starfsstöð sína í Reykjavík.

Starfið felur í sér dagleg verkefni í útflutningsdeild félagsins þar sem viðkomandi mun starfa í góðum hópi metnaðarfullra starfsmanna. Helstu verkefni eru farmskrárgerð, reikningagerð og almenn þjónusta við viðskiptavini.

Starfshlutfall: 100%.
Vinnutími: 8:30 til 16:30 virka daga og lengur eftir þörfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Farmskrár- og reikningagerð
  • Almenn skrifstofustörf og þjónusta við viðskiptavini
  • Samskipti við innlenda og erlenda samstarfsaðila
  • Önnur tilfallandi verkefni sem deildarstjóri eða framkvæmdastjóri leggur til
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Kunnátta á Dynamics 365 Business Central er kostur
  • Nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Advertisement published15. September 2025
Application deadline6. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Klettháls 1, 110 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags