
Gjaldkeri hjá Bláskógabyggð
Bláskógabyggð auglýsir 100% starf gjaldkera laust til umsóknar. Gjaldkeri starfar á fjármálasviði. Næsti yfirmaður er fjármálastjóri. Starfsstöð gjaldkera er á skrifstofu sveitarfélagsins í Aratungu í Reykholti. Við leitum að nákvæmum og talnaglöggum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni.
- Greiðsla reikninga
- Ýmis reikningagerð
- Afstemmingar
- Skil virðisaukaskattskýrslu
- Utanumhald um afgreiðslu styrkumsókna
- Önnur störf á fjármálasviði
- Reynsla af gjaldkerastörfum æskileg.
- Þekking á bókhaldi.
- Þekking á Navision fjárhagskerfi kostur.
- Hæfni í að tileinka sér nýja þekkingu.
- Góð almenn tölvukunnátta, þar á meðal á excel.
- Nákvæmni í störfum.
- Mjög góð samskiptahæfni.
- Góð íslenskukunnátta.












