Bláskógabyggð
Bláskógabyggð

Gjaldkeri hjá Bláskógabyggð

Bláskógabyggð auglýsir 100% starf gjaldkera laust til umsóknar. Gjaldkeri starfar á fjármálasviði. Næsti yfirmaður er fjármálastjóri. Starfsstöð gjaldkera er á skrifstofu sveitarfélagsins í Aratungu í Reykholti. Við leitum að nákvæmum og talnaglöggum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni.

Helstu verkefni og ábyrgð

-          Greiðsla reikninga  

-          Ýmis reikningagerð

-          Afstemmingar

-          Skil virðisaukaskattskýrslu

-          Utanumhald um afgreiðslu styrkumsókna

-          Önnur störf á fjármálasviði

Menntunar- og hæfniskröfur

-          Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi eða mikla starfsreynslu á starfssviði 

-          Reynsla af gjaldkerastörfum æskileg. 

-          Þekking á bókhaldi.  

-          Þekking á Navision fjárhagskerfi kostur. 

-          Hæfni í að tileinka sér nýja þekkingu.  

-          Góð almenn tölvukunnátta, þar á meðal á excel.  

-          Nákvæmni í störfum.  

-          Mjög góð samskiptahæfni. 

-          Góð íslenskukunnátta. 

Advertisement published25. September 2025
Application deadline6. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Aratunga 167193, 801 Selfoss
Type of work
Professions
Job Tags