Eik fasteignafélag
Eik fasteignafélag

Gagnagrunnssérfræðingur

Eik fasteignafélag leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi með brennandi áhuga á gagnavinnslu og nýsköpun í starf gagnagrunnssérfræðings. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af Microsoft Access og SQL server ásamt því að búa yfir sjálfstæðum vinnubrögðum og góðri samskiptahæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Hönnun, uppsetning og viðhald gagnagrunna (MS SQL server)
  • Þróun og viðhald á gagnagrunnslausnum með viðmóti í Microsoft Access
  • Hanna og framkvæma uppfærslur á töflum, fyrirspurnum, skjámyndum og skýrslum
  • Samhæfa Access gagnagrunna við önnur Office 365 kerfi og Azure lausnir
  • Tryggja að lausnir séu öruggar, áreiðanlegar og í samræmi við verklagsreglur fyrirtækisins
  • Leiða umbreytingar úr eldri gagnagrunnskerfum yfir í nútímalegri lausnir
  • Skjala gagnagrunnsstrúktúr og þróunarferla
  • Veita notendastuðning, þjálfun og ráðgjöf vegna Access forrita
  • Koma með tillögur að nýjungum og einföldun gagnaflæðis

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði upplýsingatækni, verkfræði eða skyldra greina
  • Reynsla af vinnu með Microsoft Access og MS SQL server er nauðsynleg
  • Þekking á samþættingu við Microsoft 365 og Azure er kostur
  • Góð hæfni í gagnagreiningu og framsetningu gagna
  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Rík þjónustulund, jákvætt hugarfar og færni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af notendaþjálfun og innleiðingu lausna er kostur
  • Mjög góð hæfni í íslensku og ensku í ræðu og riti

Eik fasteignafélag var stofnað árið 2002. Frá stofnun hefur félagið vaxið með áherslu á fjárfestingar í helstu viðskiptakjörnum höfuðborgarinnar og er á meðal stærstu fasteignafélaga landsins. Hlutabréf félagsins eru skráð á aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. Félagið býður upp á framúrskarandi starfsaðstöðu og góðan starfsanda. Hjá félaginu starfa 38 starfsmenn með fjölbreytta menntun og reynslu á fasteignamarkaði. Markmið Eikar er að veita viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu og bjóða húsnæðislausnir í takt við mismunandi þarfir. Sú viðleitni grundvallast á gildum félagsins: fagmennsku, frumkvæði, léttleika og áreiðanleika.

Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511 1225.

Advertisement published6. May 2025
Application deadline21. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Sóltún 26, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags