

Hugbúnaðarsérfræðingur í þróunarteymi okkar
Við leitum að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í fjölbreytt starf sem felur í sér nýsköpun og vöruþróun í hópi samhentra starfsmanna.
Star-Oddi er framsækið fyrirtæki á sviði mælitækni fyrir dýra- og umhverfisrannsóknir í hafi og á landi. Flestir viðskiptavinir fyrirtækisins eru erlendir og meðal notenda eru heimsþekktar rannsókna- og vísindastofnanir.
Hlutverk okkar er að bjóða tækni sem sem gerir vísindaheiminum kleift að rannsaka umhverfisáhrif á dýr og vistkerfi sjávar, allt frá hafsbotni til hæstu fjallatoppa.
Gildin okkar eru áreiðanleiki, metnaður og heiðarleiki og leitumst við við að fylgja þeim í hvívetna í störfum okkar.
Starfið felur í sér vöruþróun á nýjum afurðum og viðhaldi á núverandi.
Þú munt þróa notendahugbúnað okkar, taka þátt í þróun á örstýringum (microcontrollers) í ígreyptum kerfum (embedded systems) og koma að gæðaprófun og kóðarýni. Vinnan fer fram bæði í 2-3 manna hópi og sjálfstætt.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. B.Sc. eða M.Sc. gráða í tölvunarfræði eða rafmagns-, hátækni- eða hugbúnaðarverkfræði
- Menntun eða reynsla af vöruþróun og vöruþróunarferli æskileg
- Reynsla af Delphi og Python eða sambærilegum forritunarmálum er krafa
- Reynsla af C forritun góður kostur
- Reynsla af Microchip og ARM örstýringum góður kostur
- Reynsla af Bluetooth og USB ásamt I2C, SPI og RS232 samskiptastöðlum góður kostur
- Góðir samskiptahæfileikar
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum












