
Bakarameistarinn
Bakarameistarinn hefur verið í fararbroddi í sinni grein allt frá því hjónin Sigþór Sigurjónsson bakarameistari og Sigrún Stefánsdóttir stofnuðu fyrirtækið í janúar árið 1977. Opnun Bakarameistarans í Suðurveri olli svo að segja straumhvörfum á sínu sviði, enda höfðu Reykvíkingar ekki áður kynnst viðlíka þjónustu og vöruúrvali eins og Bakarameistarinn varð strax kunnur fyrir. Markmið fyrirtækisins voru snemma mjög skýr; að vera í fararbroddi með nýjungar og öfluga vöruþróun, bjóða upp á mikið vöruúrval, hraða og örugga þjónustu, góða fagmenn í bakstrinum og síðast en ekki síst að nota einungis gæðahráefni til að búa til úrvalsvöru. Þessum atriðum hefur ávallt verið haldið til haga í rekstrinum.
Bakarameistarinn starfrækir nú 9 kaffihús á höfuðborgarsvæðinu og enda þótt starfsfólki hafi fjölgað úr 20 árið 1977 í rösklega 140 manns hafa markmið hans ekkert breyst og eru alltaf jafn skýr; við þjónum þér!

Fullt starf afgreiðsla og þjónusta Húsgagnahöllinni
Bakarameistarinn óskar eftir starfsmanni í fullt starf í verslun okkar í Húsgagnahöllinni, Bíldshöfða Reykjavík frá kl. 7:00-15:00 mánudag-fimmtudag og 7:00-14:00 á föstudögum.
Starfslýsing:
- Þjónusta við viðskiptavini
- Áfylling
- Þrif
- Bakstur
- Kaffigerð
Hæfniskröfur:
- Sveigjanleiki
- Stundvísi
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Jákvæðni og vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni
- Íslenska
Advertisement published12. March 2025
Application deadline14. March 2025
Language skills

Required
Location
Bíldshöfði 20, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactivePositivityIndependencePunctualCustomer service
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Afgreiðslufulltrúi / Rental Agent
Go Leiga

Afgreiðsla í verslun og lager
Íshúsið ehf

Sumarstarf í Íþróttamiðstöðinni á Djúpavogi
Íþróttamiðstöðin á Djúpavogi

Canteen Supervisor / Matráður
Travel Connect

Blönduós
N1

Starf í sérfæðisdeild
Skólamatur

Sumarstörf í Hvammsvík
Hvammsvík Sjóböð ehf

Job Opening: Shift Leader – Tokyo Sushi Keflavík
Tokyo Sushi Reykjanesbæ

Helgar og aukafólk á Olís Dalvík
Olís ehf.

Sumarafleysingar í afgreiðslu á Akureyri
Tékkland bifreiðaskoðun

Gelato Server - Part time
Gaeta Gelato

Verslunarstjóri
Snilldarvörur