Alcoa Fjarðaál
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hóf starfsemi árið 2007. Fjarðaál er eitt af nútímalegustu og tæknilega fullkomnustu álverum heims og er fyrirmynd hvað varðar umhverfisvernd og jafnréttismál. Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári.
Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gildi okkar eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum. Við höfum stöðugar umbætur að leiðarljósi og leggjum áherslu á þátttöku allra í umbótavinnu. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni og láta gott af okkur leiða í samfélaginu á Austurlandi.
Samkeppnishæf launakjör og aðbúnaður til fyrirmyndar
Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti. Við erum með öflugt mannauðsteymi og höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.
Fjölbreytt störf og mikil tækifæri til starfsþróunar
Fastráðnir starfsmenn Fjarðáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil. Móðurfélagið Alcoa Corporation er leiðandi í áliðnaði á heimsvísu og þar eru líka tækifæri til starfsþróunar.
Framkvæmdastjóri mannauðsmála / HR Manager
Alcoa Fjarðaál leitar að metnaðarfullum og drífandi stjórnanda í starf framkvæmdastjóra mannauðsmála. Alcoa Fjarðaál er eitt af stærstu iðnfyrirtækjum landsins með um 540 fastráðna starfsmenn í mjög fjölbreyttum störfum. Framkvæmdastjóri mannauðsmála leiðir öflugt mannauðsteymi sem veitir margvíslega þjónustu og vinnur markvisst að þróun mannauðs í fyrirtækinu. Framkvæmdastjórinn er tengiliður við móðurfélagið í mannauðsmálum og situr í framkvæmdastjórn Fjarðaáls.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mannauðstengd stefnumótun og áætlanagerð
- Tryggja árangursríka framkvæmd mannauðsstefnu
- Greina þörf fyrir ráðningar, þjálfun og þróun starfsmanna
- Gera mannaflaspár og launaáætlanir
- Þróa mannauðsferli og mannauðskerfi fyrirtækisins
- Vinna við kjarasamninga og samskipti við stéttarfélög
- Stuðla að öflugri liðsheild og jákvæðri menningu
- Samskipti og upplýsingagjöf innan og utan fyrirtækisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
- Reynsla af stjórnun mannauðsmála
- Reynsla af vinnu með staðla og úttektum á þeim
- Þekking á vinnumarkaði og kjarasamningum
- Hæfni til að leiða teymi og styðja stjórnendur
- Frumkvæði, lausnamiðað viðhorf og umbótavilji
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Gott vald á íslensku og ensku
Advertisement published4. December 2024
Application deadline30. December 2024
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
English
Very goodRequired
Location
Hraun 158199, 731 Reyðarfjörður
Type of work
Skills
ProactiveClean criminal recordHuman relationsTeam work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (10)
Verkefnastjóri húseininga
Stólpi Gámar ehf
Þjónustustjóri - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Verkefnastjóri sölu- og markaðsmála hjá Mannauðslausnum
Advania
Vörustjóri CRM í Microsoft Dynamics 365
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Rekstrarstjóri
Kæling Víkurafl
Sérfræðingur í launadeild - Tímabundið starf í 1 ár
Hafnarfjarðarbær
Financial Controller
Marel
SÉRFRÆÐINGUR Í GREIÐSLUSTÝRINGU
Fjársýslan
Öflugur mannauðsráðgjafi óskast til starfa í eitt ár
Velferðarsvið Kópavogsbæjar
Microsoft Dynamics 365 F&O consultant (ráðgjafar)
HSO Iceland