Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Vörustjóri CRM í Microsoft Dynamics 365

Verkefnahús stafrænnar þróunar og upplýsingatækni leitar að kröftugum og drífandi einstaklingi til að taka að sér hlutverk Vörustjóra CRM í Dynamics 365 hjá Isavia. Verkefnahús hefur það hlutverk að stýra verkefnum er varða innleiðingu nýrra tæknilausna innan sviðsins og þvert á fyrirtækið. Viðkomandi mun móta, byggja upp og leiða þróun á CRM umhverfi félagsins í samstarfi við stjórnendur og sérfræðinga. Ef þú hefur ástríðu fyrir stafrænni þróun og vilt taka þátt í að móta framtíð Keflavíkurflugvallar, þá er þetta tækifærið fyrir þig!

Helstu verkefni:

  • Móta stefnu og áætlanir fyrir CRM umhverfi Isavia í samvinnu við helstu hagaðila
  • Stýra þróun og innleiðingu uppfærslna og nýrra eiginleika CRM
  • Skipulagning og framkvæmd þjálfunar fyrir notendur
  • Þarfagreining ásamt stuðningi, eftirfylgni og ráðgjöf til hagaðila
  • Vera talsmaður CRM umhverfisins innan starfseminnar og veita stjórnendum og hagaðilum upplýsingar um nýjungar og sóknartækifæri

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af vörustjórnun CRM lausna
  • Þekking á Microsoft Dynamics 365 er mikill kostur
  • Góð þekking á viðskiptaferlum og greiningu þeirra
  • Sterk leiðtogahæfni og hæfni til að vinna í teymi
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum

Starfsstöð er í Hafnarfirði.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 5.desember 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ásta Lára Jónsdóttir, deildarstjóri í gegnum netfangið asta.lara@isavia.is

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Advertisement published22. November 2024
Application deadline5. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Dalshraun 3, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Microsoft CRMPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Team work
Work environment
Professions
Job Tags