Sensa ehf.
Sensa er alþjóðlegt þjónustufyrirtæki með starfsstöðvar í tólf löndum sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga með hátt þekkingarstig.
Við bjóðum upp á sveigjanlegt vinnuumhverfi þar sem reynt er að koma til móts við þarfir hvers og eins eftir bestu getu.
Markmið Sensa er að vera ávallt í fararbroddi þar sem sterk liðsheild, hátt þekkingarstig og verðmæt viðskiptasambönd spila stórt hlutverk. Áhersla er lögð á að starfsfólk styrki sig í þekkingu og menntun með ýmsu móti og geti vaxið á eigin forsendum.
Eigandi Sensa er norska fyrirtækið Crayon sem starfar í 46 löndum. Crayon býður ýmsar lausnir í upplýsingatækni og er Sensa virkur þátttakandi í þróun þeirra lausna og í þjónustu við fyrirtæki á alþjóðavettvangi.
Forritun og Arkitektúr
Viltu starfa sem forritari og vinna við fjölbreytt og spennandi verkefni?
Við leitum að forritara í þróunarteymið okkar til að sinna verkefnum sem snúa að ráðgjöf, forritun og hönnun á lausnum í .NET og React. Ef þú hefur brennandi áhuga á hugbúnaðargerð og vilt taka þátt í að móta framtíðarlausnir með nýjustu tækni, þá er þetta starfið fyrir þig.
Teymið býður upp á stafrænar lausnir og þjónustar mörg stærstu fyrirtæki landsins. Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að tengja ferla sína við stafrænar umbætur ásamt því að veita ráðgjöf til að auka hagræðingu í rekstri og hámarka nýtingu tæknilegra auðlinda.
Verkefnin snerta meðal annars á eftirfarandi tækni:
- .NET (C#)
- React fyrir framenda þróun
- Microsoft Azure þjónustur
- SQL gagnagrunnar og gagnavinnsla
- RESTful vefþjónustur og API hönnun
- Git og DevOps verkfæri fyrir samvinnu og sjálfvirknivæðingu
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun og viðhald á vef- og hugbúnaðarlausnum í .NET og React
- Hönnun og útfærsla á bakenda og framenda lausnum
- Þátttaka í þarfagreiningu og lausnahönnun með teymi og viðskiptavinum
- Notkun Agile aðferðafræði í þróunarvinnu
- Taka þátt í stöðugri endurbótavinnu og deila þekkingu með teyminu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af forritun í .NET og React
- Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Góð þekking á JavaScript/TypeScript og vefþróun
- Reynsla af vinnu með gagnagrunna
- Góð samskiptafærni og geta til að vinna í teymi
- Áhugi á nýrri tækni og vilji til að læra og þróast í starfi
- Kunnátta í DevOps og sjálfvirkni er kostur
- Reynsla af Azure er kostur
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur fyrir þá sem kjósa annan ferðamáta en einkabílinn
- Íþróttastyrkur
- Hjólageymsla, líkamsræktar- og sturtuaðstaða
- Fyrsta flokks mötuneyti
- Sveigjanlegur vinnutími og möguleikar á fjarvinnu
Advertisement published22. November 2024
Application deadline2. December 2024
Language skills
Icelandic
Very goodOptional
English
Very goodRequired
Location
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)
Vörustjóri CRM í Microsoft Dynamics 365
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Forritari í upplýsingatækni
Tryggingastofnun
Senior Tools Programmer
CCP Games
Tools Programmer
CCP Games
Forritari (Software Developer)
Five Degrees ehf.
DevOps Engineer
Five Degrees ehf.
Upplýsingatæknistjóri / Director of ITO
Íslensk erfðagreining
Data Orientated Engineer at Varist
Geko
Automation Developer (Anti-Malware) at Varist
Geko
Software Developer
Rapyd Europe hf.
Stapaskóli - Tölvuumsjónarmaður
Reykjanesbær
Software Engineer Intern
CCP Games