
Þjóðleikhúsið
Þjóðleikhúsið nýtur mikillar hylli meðal þjóðarinnar. Leikhúsið, sem fagnar 75 ára afmæli um þessar mundir, stendur á skapandi tímamótum og starfsfólk horfir fram á veginn. Til viðbótar við leikhússtarfsemina sem er í miklum blóma, voru ný lög samþykkt á Alþingi í sumar um að stofnuð yrði Ópera sem verður sjálfstæður hluti af starfsemi Þjóðleikhússins. Jafnframt tilkynnti ríkisstjórnin áform um að reisa nýja byggingu sem myndi hýsa nýtt sýninga- og sviðsrými við leikhúsið innan fimm ára. Þessi tvö nýju verkefni auk leiklistarstarfsemi sem er í blóma, kallar á þróun á skipulagi og því auglýsir leikhúsið tvær nýjar stöður lausar til umsóknar.
Framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar
Þjóðleikhúsið óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar.
Framkvæmdastjóri er leiðtogi fjármála og rekstrar, vinnur áætlanir og tryggir eftirfylgni þeirra. Starfið heyrir undir þjóðleikhússtjóra og á framkvæmdastjórinn sæti í stjórnendateymi leikhússins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á rekstri, fjármálastjórn, áætlanagerð og skilvirkri miðlun rekstrar- og fjárhagsupplýsinga.
- Yfirumsjón með uppgjörum, innheimtu og ársreikningum.
- Fjárstýring, frávikagreiningar.
- Þróun og innleiðing fjárhagskerfa og mælaborða.
- Umsjón með samningagerð, gæða- og öryggismálum.
- Þátttaka í stefnumótun og þróun rekstrarumhverfis leikhússins.
- Samskipti við opinbera aðila.
- Umsjón með tölvukerfum og upplýsingatækni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf á sviði viðskipta eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur.
- Farsæl reynsla af fjármálastjórn og rekstri.
- Reynsla af áætlanagerð, uppgjörum, greiningarvinnu og framsetningu tölulegra gagna.
- Reynsla af samningagerð.
- Góð þekking á tölvukerfum og upplýsingatækni.
- Leiðtogahæfni og góð færni í mannlegum samskiptum.
- Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni og geta til að vinna undir álagi.
- Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.
Advertisement published2. October 2025
Application deadline14. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Hverfisgata 19, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Sérfræðingur í stafrænni þróun á sölusviði
Coca-Cola á Íslandi

Uppgjörsaðili
Skattur & bókhald

Bókari
Skattur & bókhald

Strategy Manager
Icelandair

Transformation Manager
Icelandair

Sérfræðingur í uppgjörum og reikningshaldi (Financial Accountant)
Air Atlanta Icelandic

Sérfræðingur/viðurkenndur bókari til starfa á fjármála- og rekstrarsviði
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Innkaup
Bílanaust

Corporate Development (M&A) Manager
Embla Medical | Össur

Sérfræðingur í Viðskiptalausnum markaða
Landsbankinn

Sérfræðingur í bókhaldi hjá ECIT Bókað ehf í Borgarnesi
ECIT

Launasérfræðingur
RÚV