
Þjóðleikhúsið
Þjóðleikhúsið nýtur mikillar hylli meðal þjóðarinnar. Leikhúsið, sem fagnar 75 ára afmæli um þessar mundir, stendur á skapandi tímamótum og starfsfólk horfir fram á veginn. Til viðbótar við leikhússtarfsemina sem er í miklum blóma, voru ný lög samþykkt á Alþingi í sumar um að stofnuð yrði Ópera sem verður sjálfstæður hluti af starfsemi Þjóðleikhússins. Jafnframt tilkynnti ríkisstjórnin áform um að reisa nýja byggingu sem myndi hýsa nýtt sýninga- og sviðsrými við leikhúsið innan fimm ára. Þessi tvö nýju verkefni auk leiklistarstarfsemi sem er í blóma, kallar á þróun á skipulagi og því auglýsir leikhúsið tvær nýjar stöður lausar til umsóknar.
Mannauðsstjóri
Þjóðleikhúsið óskar eftir að ráða mannauðsstjóra.
Mannauðsstjóri er leiðtogi mannauðstengdra málefna í leikhúsinu, mótar stefnu í mannauðsmálum í samráði við helstu stjórnendur og ber ábyrgð á framkvæmd hennar. Mannauðsstjóri stuðlar að góðum starfsanda og framþróun vinnustaðarmenningar leikhússins.
Starf mannauðsstjóra heyrir undir þjóðleikhússtjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á þróun og framkvæmd mannauðsstefnu.
- Ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna.
- Þátttaka í áætlanagerð og rekstri sem snýr að mannauðsmálum, s.s. samningagerð
- Skipulagning og umsjón með ráðningum, móttöku nýliða og starfslokum.
- Árangursmælingar, umsjón með vinnuskilum og frammistöðumati.
- Umsjón með starfsþróunar- og fræðslumálum.
- Vinnuskipulag og leyfismál.
- Umsjón og skipulag starfsmannasamtala og frammistöðumats.
- Aðkoma að kjarasamningagerð, launasetningu og jafnlaunavottun.
- Samskipti við starfsmannafélög.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála er kostur.
- Farsæl reynsla af mannauðsstjórnun.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
- Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri.
- Reynsla af samningagerð er kostur.
- Góð færni, þekking og reynsla af gagnavinnslu og framsetningu upplýsinga.
- Góð tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér nýjungar á svið tækni.
- Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og mæltu máli.
Advertisement published2. October 2025
Application deadline14. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Hverfisgata 19, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)