Flokkstjóri við Vinnuskóla
Vinnuskólinn í Kópavogi gefur þér einstakt tækifæri. Nú getur þú starfað með ungmennum á aldrinum 14 til 17 ára í skemmtilegasta sumarstarfinu 2025.
Vinnuskóli Kópavogs starfar í júní til ágúst ár hvert. Þar gefst 14 - 17 ára unglingum (fæðingarár 2008 – 2011) kostur á að vinna við fjölbreytt störf. Vinna í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjusköpun fyrir ungmenni. Auk þess að vera skemmtun og félagsskapur fyrir alla jafnt ungmenni sem starfsmenn. Í skólanum er kennt að vinna verkefni sín, notkun verkfæra og að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu.
Í Vinnuskólanum og Skólagörðunum eru kringum 70 starfsfólk (yfirflokkstjórar, flokkstjórar, aðstoðarflokkstjórar ásamt starfsfólki á skrifstofu). Reikna má með að um 1.200 unglingar komi í Vinnuskólann í sumar.
- Að stýra starfi ungmenna.
- Kenna ungmennum rétt vinnubrögð og samskipti á vinnustað.
- Ábyrgð á tímaskráningu ungmenna.
- Tryggja öryggi sitt og ungmenna við störf.
- Vinna að fallegri Kópavogsbæ.
- Vera leiðtogi og leiðbeinandi ungmenna.
- Reynsla af starfi með ungmennum æskileg.
- Stundvísi og góð mæting skilyrði.
- Vera til fyrirmyndar í hegðun og mætingu skilyrði.
- Aldurstakmark í starfið er 20 ára á árinu.
- Kröftugur leiðtogi.
- Jákvæðni og útsjónarsemi í starfi