Heilsuvernd Vífilsstaðir
Heilsuvernd Vífilsstaðir
Heilsuvernd Vífilsstaðir

Erum að ráða sjúkraliða

Heilsuvernd Vífilsstöðum er skipuð sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem leggur áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu. Á Vífilsstöðum eru 48 biðrými fyrir aldraða einstaklinga sem bíða eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili.

Við leitum nú að sjúkraliðum til starfa í 50-100%. Starfshlutfall og vaktir eftir nánara samkomulagi. Við leitum eftir einstaklingum sem hafa jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi og eru tilbúnir að takast á við fjölbreytt verkefni í sterku teymi fagfólks á góðum fjölmenningar vinnustað.

Hjá Heilsuvernd leggjum við okkur fram um að skapa glaðlegt og gott vinnuumhverfi, auk þess sem við leggjum mikinn metnað í að veita framúrskarandi þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að veita skjólstæðingum Vífilsstaða líkamlega, andlega og félagslega aðhlynningu
  • Verkefni tengd almennri umönnun
  • Þátttaka í þróun og umbótum
  • Samskipti við aðstandendur þjónustuþega
  • Stuðla að góðum starfsanda
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt sjúkraliðaleyfi
  • Reynsla af störfum með öldruðum er æskileg
  • Frumkvæði, jákvæðni og samstarfsvilji
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð samskiptahæfni
  • Þolinmæði og sveigjanleiki
  • Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg í ræðu og riti
Advertisement published26. August 2025
Application deadline7. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Vífilsstaðavegur 123, 210 Garðabær
Type of work
Professions
Job Tags