Deildarstjóri nýbygginga
Skrifstofa framkvæmda og viðhalds annast stofnframkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og sér um viðhald á eignasafni. Deild nýbygginga gerir frumathugun, þarfagreiningu og forhönnun á verkefnum áður en endanleg ákvörðun um framkvæmd er tekin. Deildarstjóri er ábyrgur fyrir stjórnun og daglegum rekstri deildar, tryggir að verkefni séu í samræmi við stefnu og markmið Reykjavíkurborgar og stuðlar að sjálfbærni og nýsköpun.
Við leitum að leiðtoga með ríka samskipta- og stjórnunarhæfileika, frumkvæði og þekkingu til að leiða stór verkefni og færni til að leita lausna í samráði við hagaðila. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er á þverfaglega teymisvinnu, góða þjónustu og virðingu fyrir umhverfinu. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri.
- Stýrir deild nýbygginga og er næsti yfirmaður verkefnisstjóra sem þar starfa.
- Fagleg stjórnun mannauðs, fjármála, skipulags og daglegra verkefna sem heyra undir deildina.
- Leiðir áætlanagerð, skipulagningu og markmiðasetningu deildarinnar og tryggir að unnið sé í samræmi við stefnu, áherslur og markmið umhverfis- og skipulagssviðs.
- Umsjón með hönnunarsamkeppnum sem falla undir verkefni deildarinnar
- Samskipti og samráð við íbúa, hagsmunaaðila, ráðgjafa og stofnanir, nefndir og ráð, skrifstofur og deildir innan og utan borgarkerfis.
- Samningagerð og rýni við gerð útboðsgagna, kostnaðargát og yfirumsjón með forgangsröðun verkefna og samræmingu innan deildar.
- Háskólapróf á sviði arkitektúrs eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun í fagi er áskilin.
- Viðbótamenntun á sviði stjórnunar, verkefnastjórnunar og/eða opinberrar stjórnsýslu er kostur.
- Víðtæk reynsla af sambærilegu starfssviði.
- Mjög góðir hæfileikar til samskipta og samvinnu.
- Hæfni til að skapa öfluga liðsheild.
- Greiningar- og skipulagshæfni, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun.
- Reynsla af stjórnun kostur.
- Reynsla af áætlanagerð kostur.
- Þekking á skipulags- og byggingarlögum og viðkomandi reglugerðum.
- Íslenskukunnátta C1-C2 skv. samevrópskum tungumálaramma og enskukunnátta B1-B2.