Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Umhverfis- og framkvæmdasvið – Verkefnastjóri skipulagsmála

Reykjanesbær leitar að verkefnastjóra skipulagsmála á Umhverfis- og framkvæmdasviði.
Leitað er að metnaðarfullum, lausnamiðuðum og skipulögðum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni til starfa. Starfið er fjölbreytt og krefst frumkvæðis, ábyrgðar og faglegra vinnubragða.
Reykjanesbær er sveitarfélag í örum vexti, undanfarin ár hefur uppbygging verið mikil og fólksfjölgun í samræmi við það. Áform eru um frekari framkvæmdir innan sveitarfélagsins í áætlunum aðalsskipulags Reykjanesbæjar. Umhverfis- og framkvæmdasvið vinnur að metnaðarfullum verkefnum til að gera Reykjanesbæ áfram að spennandi búsetukosti og er nú unnið að fjölbreyttu lóðaframboði með gerð nýrra deiliskipulaga þar sem þétting byggðar er megin viðfangsefnið. Á sviðinu starfar fjölbreyttur hópur einstaklinga með ólíka sérfræðikunnáttu.

Helstu verkefni og ábyrgð

•    Umsjón með skipulagsverkefnum í sveitarfélaginu, þ.á.m. gerð og afgreiðsla skiplagstillagna
•    Umsjón með lóðarúthlutunum
•    Undirbúningur og þátttaka í störfum Umhverfis- og skipulagsráðs ásamt tengdum fundarhöldum.
•    Innheimta gatnagerðargjalda og yfirferð lóðablaða.

Menntunar- og hæfniskröfur

•    Háskólanám sem nýtist í starfi svo sem skipulagsfræðingur, arkitekt, byggingarfræðingur, landslagsarkitekt, tæknifræðingur eða verkfræðingur.
•    Að lágmarki tveggja ára reynsla á sviði skipulagsmála eða verkefnastjórnunar. Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
•    Góð þekking og færni í teikni- og skipulagsforritum (t.d. AutoCAD, GIS eða sambærilegum). Umsækjandi skal geta sýnt fram á notkunartilfelli þessara forrita í fyrri störfum.
•    Góð almenn tölvukunnátta og færni í Microsoft Office forritum (Word, Excel, PowerPoint).
•    Umsækjandi skal hafa reynslu af teymisvinnu og geta leitt verkefni með mismunandi aðilum. Geta til að byggja traust og virka samvinnu er mikilvæg.
•    Umsækjandi skal geta sýnt fram á skipulags- og úrvinnsluhæfni með dæmum úr fyrri verkefnum.
•    Mikil hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, nákvæmni, skipulagsfærni og metnaður
•    Sjálfstæði í vinnubrögðum og hröð úrlausn verkefna er nauðsynleg
•    Góð hæfni í íslensku í rituðu og töluðu máli er skilyrði. Færni í ensku eða öðrum erlendum tungumálum er kostur.

Fríðindi í starfi

Hlunnindi:
•    Bókasafnskort
•    Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
•    Gjaldfrjáls aðgangur í sund
•    Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Advertisement published23. January 2025
Application deadline5. February 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.PlannerPathCreated with Sketch.Project management
Professions
Job Tags