Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands

Gagnaarkitekt

Hagstofa Íslands leitar að skipulögðum og framsýnum gagnaarkitekt sem hræðist ekki áskoranir.

Í starfinu felst að hanna, smíða og leiða áfram þróun á gagnaarkitektúr Hagstofu Íslands. Um er að ræða mikilvægt starf innan Hagstofunnar þar sem lagður er grundvöllur að umsjón gagna innan stofnunarinnar með skipulögðum, aðgengilegum og öruggum hætti og þannig að gögnin henti sem best til hagtölugerðar. Gagnaarkitekt hannar vöruhús gagna og aðrar gagnalausnir auk þess að koma að undirbúningi gagnaaflana og hvernig gögn eru skipulögð.

Starfið er staðsett í þróunardeild Hagstofunnar en í því felast mikil samskipti við aðrar deildir og svið stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hanna, smíða og leiða áfram þróun á gagnaarkitektúr Hagstofu Íslands

  • Tryggja skipulagða, aðgengilega og örygga umsjón gagna í vörslu stofnunarinnar

  • Koma að undirbúningi gagnaaflana

  • Vinna að skipulagi gagna

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, til dæmis í tölvunarfræði, gagnavísindum, verkfræði eða skyldum greinum

  • Farsæl reynsla af því að leiða verkefni um gagnavöruhús, gerð gagnalíkana og greiningu gagna

  • Góð kunnátta í forritunarmáli á borð við Python

  • Reynsla af gagnagrunnsvinnu og mikil kunnátta á SQL

  • Góður skilningur á lýsigögnum og lýsigagnakerfum sem og aðferðum og tólum til að tryggja gagnagæði

  • Geta til að meta hefðbundna og nútímalega gagnaarkitektúrhluta út frá þörfum notenda

  • Geta tileinkað sér nýja hæfni og þekkingu, sérstaklega á sviði vélræns náms (ML) og notkun gervigreindar (AI)

  • Mjög góð samskipta- og samstarfsfærni

  • Skipulögð og öguð vinnubrögð

  • Góð greiningarhæfni

  • Geta til að miðla flóknum upplýsingum með skýrum hætti

  • Þekking á R er kostur

  • Þekking á hönnun og innleiðingu á nútímalegum gagnaarkitektúr og hugtökum á borð við skýjaþjónustu (AWS, Azure, GCP), gagnamiðlunar í rauntíma (Kafka, Dataflow) og nútíma gagnavöruhúsatólum (Snowflake, Databricks) er kostur

 

Hvað býður Hagstofan upp á?

  • Krefjandi og spennandi verkefni

  • Vinnu í samfélagslega mikilvægu hlutverki

  • Skemmtilegt samstarfsfólk

  • Gott mötuneyti

  • Íþróttastyrk

  • Samgöngustyrk

  • Sveigjanlegan vinnutíma

  • Styttingu vinnuvikunnar

  • Möguleika til fjarvinnu að hluta

  • Hjólageymslu og bílastæði

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.

Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út. Öll kyn eru hvött til að sækja um. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Hagstofu Íslands við ráðningar í störf.

Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Leiðarljós starfseminnar eru þjónusta, áreiðanleiki og framsækni. Hagstofan er staðsett í lifandi umhverfi í Borgartúninu, starfsumhverfið er jákvætt, fjölskylduvænt og sveigjanlegt og við höfum öflugt starfsmannafélag. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 03.02.2025

Advertisement published23. January 2025
Application deadline3. February 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Borgartún 21A, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relations
Work environment
Professions
Job Tags