Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi – í daglegu tali oft nefnt “ISAL” – hefur framleitt ál í Straumsvík í meira en 50 ár og notar til þess íslenska umhverfisvæna orku.
Við framleiðum um 200 þúsund tonn af hágæðaáli á ári og sendum það til fjölmargra viðskiptavina víðsvegar í Evrópu. Þannig öflum við dýrmætra gjaldeyristekna fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag.
Ál gerir daglegt líf okkar betra; það er meðal annars notað í bíla, flugvélar, byggingar, raftæki á borð við tölvur og síma, og umbúðir utan um matvæli, drykki og lyf. Mikil meirihluti áls er endurunninn sem þýðir að komandi kynslóðir geta notað það aftur og aftur með lítilli fyrirhöfn.
Við erum fjölbreyttur vinnustaður tæplega 400 starfsmanna auk verktaka.
Við kappkostum að vera í fararbroddi í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum og leggjum einnig mikla áherslu á starfsmenntamál og jafnrétti á vinnustað.
Gildi okkar eru: umhyggja - hugrekki - framsækni
Sérfræðingur í umbótaverkefnum
Ertu lausnamiðaður, drífandi og skipulagður einstaklingur með reynslu af umbótastarfi?
Rio Tinto á Íslandi (ISAL) leitar að öflugum sérfræðingi í umbótaverkefnum til að taka þátt í og leiða vinnu við fjölbreytt verkefni þvert á allar deildir fyrirtækisins. Um krefjandi og fjölbreytt starf er að ræða þar sem viðkomandi kemur til með að sjá verkefni frá hugmynd til innleiðingar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýring og eftirfylgni umbótaverkefna í samstarfi við stjórnendur og teymi.
- Greining á núverandi ferlum og gerð tillagna að umbótum.
- Veita ráðgjöf og þjálfun um bestu aðferðir við innleiðingu umbóta.
- Þjálfun og kennsla fyrir starfsfólk ásamt þróun kennsluefnis.
- Þátttaka í innri úttektum og aðstoð við umbætur sem fylgja þeim.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verk- eða tæknifræði.
- Reynsla af vinnu við umbótaverkefni, verkefnastjórnun eða skyld störf kostur.
- Sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð með getu til að takast á við flókin verkefni.
- Framúrskarandi skipulagshæfni ásamt færni í mannlegum samskiptum og getu til að starfa í teymi.
- Góð íslensku - og enskukunnátta ásamt hæfni til að miðla upplýsingum á skýran og hvetjandi hátt.
- Þekking á straumlínustjórnun/LEAN og áhugi á stafrænum lausnum er kostur.
- Þekking á gæðakerfum (s.s. ISO 9001, ISO 45001) er kostur.
- Góð tölvukunnátta.
Fríðindi í starfi
- Frítt fæði í mötuneyti
- Heilsustyrkur
- Fæðingarorlofsstyrkur allt að 18 vikur á óskertum launum
- Velferðartorg
- Þátttaka í hlutabréfakaupum
- Öflugt þjálfunar - og fræðslustarf
Advertisement published23. January 2025
Application deadline4. February 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
English
Very goodRequired
Location
Straumsvík, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Project & Structure Engineer
Icelandair
Verkefnastjóri endurbótaverkefna á Norðurlandi
Landsvirkjun
Sérfræðingur í upplýsingaöryggi
Íslandsbanki
Gagnaarkitekt
Hagstofa Íslands
Sumarstarf 2025 | Summer Job 2025
Embla Medical | Össur
Umhverfis- og framkvæmdasvið – Verkefnastjóri skipulagsmála
Reykjanesbær
Avionics Design Engineer
Aptoz
Forstöðumaður Veitna
Fjarðabyggð
Tæknimaður á viðhaldssviði
Linde Gas
Verkumsjón á Vesturlandi
Veitur
Starfsmaður í nýsköpunar- og þróunardeild
Héðinn
Sérfræðingur - Fyrirtækjaráðgjöf
Landsbankinn