

Deildarstjóri - Dalskóli
Ert þú í leit að starfi þar sem lögð er áhersla á sveigjanlega starfshætti, samvinnu í starfi og lifandi, skemmtilegt og skapandi skólastarf? Dalskóli, sem er leik-, grunn- og frístundaskóli hjá Reykjavíkurborg, leitar nú að starfskrafti sem býr yfir frumkvæði og sjálfstæði, og vill taka þátt í þróun leikskólans. Frá Dalskóla er stutt í náttúruna og tækifæri til náms í tengslum við náttúruna fjölmörg.
Dalskóli leikskólahluti er starfandi í tveimur húsum þar sem börn frá eins árs til þriggja ára dvelja í öðru húsinu en fjögurra til fimm ára dvelja í hinu sem er staðsettur í húsnæði sem er staðsett við grunnskólann. Í Dalskóla leikskólahluta er lögð áhersla á lifandi, skemmtilegt og skapandi skólastarf er unnið eftir hugmyndafræði Reggio Emilia, þar sem barnið er í brennidepli og nær að njóta sín í leik og starfi.
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.:
- Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni
- Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar
- Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá
- Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu
- Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Sveigjanleiki í samskiptum og samvinnu
- Frumkvæði í starfi
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
- Sundkort í allar sundlaugar Reykjavíkurborgar
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Forgangur barna í leikskóla
- Afsláttur á dvalargjaldi
- Menningarkort
- Frír hádegismatur












