Austurbæjarskóli
Austurbæjarskóli

Náms-og kennslustjóri stoðþjónustu og tengiliður farsældar

Um er að ræða deildarstjórastarf náms-og kennslustjóra stoðþjónustu sem jafnframt er tengiliður farsældar. Starfsmaðurinn hefur m.a. umsjón með og annast í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra skipulag náms- og kennslu nemenda sem þurfa sérstakan stuðning eða nálgun í námi til lengri eða skemmri tíma.

Laus er til umsóknar frá og með 1. ágúst 2025 staða deildarstjóra í Austurbæjarskóla. Um er að ræða starf náms-og kennslustjóra stoðþjónustu (70%) auk tengiliðar farsældar (30%). Austurbæjarskóli er rótgróinn skóli í miðbæ Reykjavíkur. Í skólanum eru um 400 nemendur í 1.-10. bekk og um 70 starfsmenn. Í Austurbæjarskóla er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám og samvinnu auk þess sem list- og verkgreinar skipa stóran sess í skólastarfinu. Lögð er áhersla á vinsamleg samskipti og vellíðan nemenda og starfsmanna. Í skólanum er öflugt foreldrafélag og er samvinna við foreldra og nærsamfélag gott. Ráðningin er ótímabundin.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hefur umsjón með og annast í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra skipulag náms- og kennslu nemenda sem þurfa sérstakan stuðning eða nálgun í námi til lengri eða skemmri tíma.
  • Er næsti yfirmaður þeirra starfsmanna sem sinna stoðþjónustu.
  • Vinna heildaráætlun um stuðning í námi og kennslu nemenda.
  • Veitir kennurum faglegan stuðning og aðstoðar við gerð einstaklingsáætlana og einstaklingsnámskráa.
  • Veitir starfsfólki stoðþjónustu faglegan stuðning og leiðsögn.
  • Hefur umsjón með reglulegum skimunum sem kanna námsframvindu nemenda og áætlunum sem unnar eru í samræmi við niðurstöður þeirra.
  • Á sæti í og fer fyrir þjónustuteymum þegar það á við.
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Er tengiliður skólans við þjónustumiðstöð hverfisins, sálfræðinga, talmeinafræðinga og aðra sérfræðinga og stofnanir sem tengjast skólanum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara. Framhaldsmenntun.
  • Áhugi, reynsla og hæfni til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda.
  • Stjórnunarreynsla æskileg.
  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
  • Fagleg vinnubrögð og metnaður.
  • Frumkvæði, sveigjanleiki, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð íslenskukunnátta.
Advertisement published12. March 2025
Application deadline26. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Barónsstígur 32, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.GoPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags