SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Nám - sundlaugarverðir og starfsfólk íþróttahúsa

Vilt þú efla færni þína í starfi? Þá er þetta hagnýta og starfstengda nám kjörið fyrir þig. Námið er allt að 200 klst., er veflægt og byggir á myndböndum og verkefnaskilum, auk vinnustaðahluta í tengslum við þinn vinnustað. Námið hefst 1. febrúar.
Hér er hlekkur á auglýsinguna á pdf. 

 

Að námi loknu skulu þátttakendur geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem þeir hafa aflað sér til að:

  • tryggja öryggi gesta.
  • veita gestum góða þjónustu og sinna upplýsingagjöf til fjölbreytts hóps viðskiptavina.
  • halda búnaði og húsnæði í hreinu og góðu ásigkomulagi.

 

Innihald náms

Kjarnafög

  • Almenn starfshæfni
  • Samskipti 
  • Þjónusta
  • Hreinlæti og vinnuvernd

Valfög

  • Sundlaugarvarsla (fyrir starfsfólk sundlauga)
  • Húsumsjón (fyrir starfsfólk íþróttahúsa)

Athugið að velja má bæði valfög.

Námið er einstaklingsbundið og þátttakendur hafa þrjá mánuði til að ljúka náminu og gera það þegar þeim hentar.

Námið kostar 69.000 kr (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs)
Munið að kanna niðurgreiðslur stéttarfélaga og starfsmenntunarsjóða.

 

Nánari upplýsingar veita:

  • Anna María, verkefnastjóri (annamaria@simey.is)
  • Helena Sif, náms- og starfsráðgjafi (helena@simey.is) 
Type
Remote
Price
69,000 kr.
Share
Send message
Share
Copy URL
Categories