SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Líf og heilsa - Lífstílsþjálfun

Ert þú tilbúin í að gera varanlegar breytingar ?
 
Námskeiðið byggir á því að styrkja eigið sjálfstraust, læra að setja sér raunhæf markmið og ná þeim. Námskeiðið er kennt út frá fræðum lífsþjálfunnar og mun hjálpa þér að bæta gæði lífs þíns. Þú leggur inn vinnuna og þú munt uppskera.
Að vinna með hugarfar er lykilinn að ná árangri. Með verkfærum lífsþjálfunnar lærir þú að efla þig og styrkja til að gera breytingar á eigin lífi.
 
Nemendur læra að:
  • skipuleggja sig
  • tileinka sér nýjar hefðir og venjur
  • efla sjálfsöryggi sitt og trú á eigin getu
  • vinna með hugsanastjórnun
  • setja sér raunhæf markmið og ná þeim
  • takast á við hindranirnar sem koma upp í lífinu
 
Innifalið í námskeiðinu er einkatími hjá Valdísi þar sem nemendur fá persónulega þjálfun.
 
Valdís hefur unnið við kennslu í tæp 20 ár. Hún hefur farið í stjórnunarnám, er “I am Yoga Nidra” kennari og er menntaður lífsþjálfi frá “The Life Coach School” í Miami árið 2024. Hún hefur kennt fjölda námskeiða fyrir börn og unglinga og brennur fyrir að hjálpa öðrum að eflast og bæta líf sitt.

 

Námskeiðið er 10 vikur og hefst 3. febrúar og lýkur 7. apríl.
Kennt er á mánudögum kl. 17:00 - 19:00. 

 

Verð: 28.000- (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs).

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum !

 

Frekari upplýsingar um námið veita:

Anna María, ráðgjafi og verkefnastjóri - annamaria@simey.is

Helena Sif, náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri - helena@simey.is

Starts
3. Feb 2025
Type
On site
Price
28,000 kr.
Share
Send message
Share
Copy URL
Categories