Samfélagstúlkun
Um námið
Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við samfélagstúlkun sem felst í því að miðla munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins.
Nemendur læra um íslenskt samfélag og helstu stofnanir. Krufin eru álitamál og siðareglur túlka skoðaðar. Einnig fá nemendur þjálfun í glósutækni og túlkun á námskeiðinu. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun.
Uppbygging náms
Námið er kennt í staðnámi og fjarnámi. Í staðnámi er gerð krafa um fulla mætingu.
Staðlotur:
Staðlota 1 - 21.febrúar, kl. 17:10-21:10
Staðlota 2 - 22.febrúar, kl. 9:00-12:30
Staðlota 3 - 22.febrúar, kl. 13:00-16:30
Staðlota 4 - 29.mars, kl. 9:00-12:30
Staðlota 5 - 29.mars, kl. 13:00-16:30
Staðlota 6 - 3.maí, kl. 9:00-12:30
Ath. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Námsþættir
- Íslenskt samfélag
- Helstu stofnanir
- Siðfræði og álitamál
- Fjölmenning
- Aðstæður og öryggi
- Undirbúningur
- Umsýsla og þjónusta
- Túlkunartækni