Mímir - símenntun
Mímir - símenntun
Mímir - símenntun

Japanska - Framhaldsnámskeið

Um námskeiðið:

Námskeiðið er ætlað fólki sem er með kunnáttu í japönsku á byrjendastigi (A2 í Evrópska tungumálarammanum). Námskeiðið hentar afar vel fólki sem hefur lokið BA-gráðu í japönsku og vill bæta við sig meira námi.

Í námskeiðinu rifjar kennari upp málfræði á stigi A2 og orðatiltæki sem nemandi hefur lært áður, eftir þörfum.

Ef nemandi hefur klárað eftirfarandi kennslubækur, þá hefur hann lært alla málfræði og orðatiltæki sem er betra að kunna til að taka þátt í námskeiðinu.

  • Genki vol.1 og 2 (1st, 2nd eða 3rd Edition), The Japan Times.
  • Minna no Nihongo vol.1 og 2 (1st eða 2nd Edition), 3A network.
  • Daichi vol.1 og 2, 3A network.

 

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur geti tjáð sig á japönsku á stigi B1 um viðfangsefni sem þau þekkja vel eða hafa áhuga á.

Kennslutungumál er japanska, en þar sem mikið af kennsluefninu er með útskýringum á ensku mun kennarinn nota ensku og íslensku á kennslutímabilinu

 

Hefst
28. jan. 2025
Tegund
Staðnám
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar