Mímir - símenntun
Mímir - símenntun
Mímir - símenntun

Kindergarten workshop and Icelandic

Langar þig að vinna á leikskóla en þarft að læra íslensku?

Are you interested in working in a kindergarten but lack Icelandic skills? Do you want to know more about kindergarten work in Iceland?

Then this course is for you!

------------

Admission requirements

Students must have completed Icelandic 2. or have skills in Icelandic accordingly.

Students must take an assessment test before you register for the course which is free of charge at our office at Höfðabakki 9. during working hours from 8:00-15:30.

As with all kindergarten employees, a clean criminal record must be presented in order to be admitted to the program.

Objectives of the study:

Learning Icelandic with an emphasis on vocabulary in working with children.

An insight into practices and culture in preschool work in Iceland.

Creative workshops where the emphasis is on the use of music in kindergartens, outdoor education and art work with children.

Field study in a kindergarten where students actively participate in daily work, a total of 4 days.

Teaching locations:

Taught in Mímir, Höfðbakki 9 and kindergartens that are in collaboration with Mímir.

Assessment

Practical exercises/projects and active participation. 80% attendance is required to be considered to have completed the course.

Teaching hours:

A total of 128 hours

Classes will be held every weekday from 9:00-15:00 (sometimes 9:00-17:00).

It will be taught according to the curriculum of the The Education and Training Service Centre (ETSC) and Icelandic 3 with an emphasis on work-related vocabulary.

-------------

Leikskólasmiðja og íslenskunám

Hefur þú áhuga á að vinna á leikskóla en vantar færni í íslensku? Langar þig að vita meira um leikskólastarf á Íslandi?

Þá er þetta námskeið fyrir þig!

Inntökuskilyrði

Nemendur þurfa að hafa lokið íslensku 2. Eða vera með færni í íslensku í samræmi við það.

Nemendur þurfa að taka stöðupróf hjá okkur áður en sótt er um námskeiðið. Stöðupróf er ókeypis hjá okkur á Höfðabakka 9 á virkum dögum frá kl. 8:00-15:30.

Eins og með alla starfsmenn leikskóla þarf að framvísa hreinu sakavottorði til að fá inngöngu í námið.

Markmið:

Íslenskunám með áherslu á orðaforða í starfi með börnum.

Innsýn inn í starfshætti og menningu í leikskólastarfi á Íslandi.

Skapandi vinnustofur þar sem er lögð áhersla á notkun tónlistar í leikskólastarfi, útikennslu og listastarf með börnum.

Vettvangsnám í leikskóla þar sem nemendur taka virkan þátt í daglegu starfi, samtals 4 dagar.

Kennslustaðir:

Kennt í Mími símenntun, Höfðbakka 9 og leikskólum sem eru í samstarfi við Mími.

Námsmat:

Verkefnavinna og virk þátttaka. Nauðsynlegt er að ná 80% mætingu til að teljast hafa lokið námsbrautinni.

Kennslufyrirkomulag:

Alls 128 klukkustundir

Kennt verður alla virka daga frá 9:00-15:00 (stundum frá 9:00-17:00).

Kennt verður samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins auk íslensku 3 með áherslu á starfstengdan orðaforða.

 

Hefst
27. jan. 2025
Tegund
Staðnám
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar