Mímir - símenntun
Mímir - símenntun
Mímir - símenntun

Íslenska 6 | Icelandic 6

  • Bættu íslenskuna þína enn meira
  • Styrktu tal, skilning og ritun 
  • Námskeið fyrir þau sem hafa klárað íslensku 5 eða hafa sambærilega kunnáttu í íslensku  

Námskeiðsyfirlit:

Þetta námskeið er framhald af fimmta stigi og hentar þeim sem hafa öðlast sambærilega færni. Tal og skilningur er styrkt með fjölbreyttum kennsluaðferðum og nemendur vinna skrifleg verkefni til að auka færni sína í lestri og ritun. Aukið er við málfræðikunnáttu í samræmi við þarfir nemenda á þessu stigi.* Kunnátta þátttakenda er metin í lok námskeiðsins og þeim veitt ráðgjöf um næstu skref í íslenskunámi sínu.

Verkefnaskil eru alltaf í byrjun vikunnar. Nemendur eiga að endurvinna og skila verkefnum aftur eftir að kennari hefur farið yfir þau. Nemendur verða að skila 75% þeirra verkefna sem eru lögð fyrir og mæta í 75% kennslustunda. Nemandinn verður að ná bæði mætingu og verkefnaþættinum til að ná áfanganum.

Markmið:

Að nemendur geti lesið og skilið fjölbreytta bókmenntatexta, ásamt því að þeir geti tekið þátt í samræðum um íslenskt samfélag og sögu. Að bæta ritfærni og hlustunarskilning nemenda.

Inntökuskilyrði:

Nemendur þurfa að hafa lokið íslensku 5. (B1.1) eða vera með færni í íslensku í samræmi við það.

Nauðsynlegt er að ljúka 75% mætingu (viðvera og verkefnaskil) til að fá útskriftarskírteini.

Athugaðu að námskeið er einungis haldið ef lágmarksþátttaka næst.

* Hvert námskeið er aðlagað viðkomandi nemendahópi og geta því áherslur verið mismunandi milli hópa.

Mímir er viðurkenndur fræðsluaðili með vottun frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Ráðuneytið veitir viðurkenndum fræðsluaðilum styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga sem búsettir eru hér á landi og skráðir eru með lögheimili í Þjóðskrá. Styrkurinn er nýttur til að niðurgreiða námskeiðsgjöld fyrir nemendur í íslensku.

Styrkur:

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?

Kannaðu málið!

Hefst
6. feb. 2025
Tegund
Fjarnám
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar