Lífríki Íslands
Fjallað er um lífríki Íslands, uppruna, einkenni og sérstöðu. Kynntir eru helstu flokkar plantna og kjörsvæði þeirra og fjallað um þróun gróðurfars hér á landi í gegnum jarðsögu landsins. Jafnframt er rætt um hlutverk landhnignunar í gróðurfarssögu
landsins og veitt innsýn í sögu landgræðslu og skógræktar. Enn fremur er farið í ýmsar nytjar plantna til matar, lyfjagerðar eða annars.
Fjallað er um íslensk húsdýr, innflutning þeirra og nýtingu í gegnum aldirnar, sem og villt spendýr á og við landið, veiðar þeirra og nýtingu. Áhersla er lögð á fuglalíf á Íslandi, tegundir og kjörsvæði, og helstu fiskistofna ásamt fiskveiðum og þróun þeirra.
Fjallað er um vatna- og sjávarlíffræði, mengun sjávar og sjávarnytjar. Helstu hópar villtra hryggdýra (fiskar, fuglar og spendýr) verða kynntir með tilliti til flokkunar og lífshátta með sérstaka áherslu á íslenskar
tegundir. Þá er einnig farið yfir sögu íslenskra húsdýra.
Kennarar eru:
- Rannveig Thoroddsen, líffræðingur
- Jónas Páll Jónasson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun
- Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur
- Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og náttúruljósmyndari
- Ester Rut Unnsteinsdóttir, líffræðingur
- Guðmundur Björnsson, ferðamálafræðingur og leiðsögumaður
Komdu huganum á hreyfingu og skráðu þig!