Portúgalska I
Langar þig að læra tungumál sem talað er af 280 milljón einstaklingum í níu löndum og fjórum heimsálfum! Tungumál þeirra Fernando Pessoa, Caetano Veloso, Salvador Sobral og… jú! Villa Neto og Pedro Gunnlaugs Garcia? Já, langar þig til að tala portúgölsku?
Á námskeiðinu er fjallað um grunnatriði í portúgölsku og gefin innsýn í menningu portúgölskumælandi þjóða. Einfaldir og markvissir kennsluhættir skila þátttakendum góðri kunnáttu á stuttum tíma sem nýtist vel við daglegar athafnir og í ferðalögum.
Ekki er krafist neinnar forkunnáttu. Námskeiðið er fyrir byrjendur en gengið er út frá þeirri staðreynd að margir Íslendingar hafa grunnþekkingu í spænsku sem er náskyld tungumál portúgölsku. Á námskeiðinu er jafnframt fjallað um menningu portúgölskumælandi þjóða með áherslu á tónlist, kvikmyndir, myndlist og bókmenntir.