DORA lögin: Praktísk nálgun á innleiðingu
Fjármálafyrirtæki og tækniþjónustuveitendur á sviði upplýsinga- og samskiptatækni munu þurfa að uppfylla væntanleg DORA lög um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar.
Lögunum er ætlað að auka seiglu fjármálakerfisins í heild sinni til að minnka líkur á keðjuverkandi áhrifum við útfalli þjónustu eða netárásir. Þau setja ný viðmið fyrir lágmarks seiglu fyrirtækja og krefjast fyrirbyggjandi og strategískra aðgerða til að minnka rekstraráhættu vegna upplýsinga- og samskiptatækni. Lögin kalla á töluverðar eða jafnvel umfangsmiklar breytingar hjá flestum fjármálafyrirtækjum og tækniþjónustuveitendum þeirra.
Hörð viðurlög DORA gera þau að tímamóta lögum sem stjórnendur fyrirtækja sem falla undir þau verða að setja í forgang og gera ráð má fyrir margra mánaða innleiðingartímabili.
Lögin eru yfirgripsmikil og það er töluverð áskorun að ná fyllilega utan um þau. Til að forðast mistök við innleiðingu er mikilvægt að hafa góða yfirsýn, rétta túlkun hugtaka og undirbúa verkefnið vel.
Fyrirtæki geta sparað sér tíma og fjármuni með réttri aðferðafræði og góðum undirbúningi. Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum skýrari ramma/mynd til þess að vinna eftir við innleiðingu DORA.
Kennari er Ebenezer Þórarinn Böðvarsson, viðskiptaþróunarstjóri ráðgjafateymis SYNDIS.