Mímir - símenntun
Mímir - símenntun
Mímir - símenntun

Íslenskunám - Bókaklúbbur – Akam ég og Annika

Viltu bæta íslenskuna þína með því að lesa íslenska skáldsögu? Viltu auka orðaforða þinn og læra að tjá þig á fjölbreyttan hátt? Ef þú hefur gaman af bókmenntum og vilt færa þig upp á stig B1 og jafnvel B2 í íslensku, skv. Evrópska tungumálarammanum, þá er þetta námskeið fyrir þig.

Á þessu námskeiði verður sagan Akam, ég og Annika eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur lesin og rædd. Bókin kom út árið 2021 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka. Ári seinna kom út styttri útgáfa bókarinnar en þar er málfar talsvert einfaldað.

Á námskeiðinu lesa nemendur þessa styttri útgáfu sögunar. Sérstaklega verður lögð áhersla á að auka orðaforða í töluðu máli og æfa daglegt mál. Líka verður unnið með orðasambönd og málvenjur í íslensku máli.

Námskeiðið hentar nemendum sem eru komnir með sæmilega góðan grunn í íslensku og hafa lokið íslensku 4, hið minnsta.

Hefst
16. jan. 2025
Tegund
Fjarnám
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar