

Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna
Námskeið sem ætlað er stjórnarmönnum í félögum, áhugamönnum um efnið og sérfræðingum, þar sem fjallað verður hlutverk, umboð og ábyrgð stjórnarmanna í félögum. Vikið verður að hagnýtum þáttum svo sem skipulagi starfs en einnig verður nokkur áhersla á ábyrgð stjórnar í því skyni að veita dýpri innsýn í hlutverk stjórna.
Markmiðið með námskeiðinu er að flétta saman á hagnýtan hátt umfjöllun um lög og reglur sem tengjast stjórnum félaga.
Farið verður yfir hlutverk og umboð mismunandi stjórnareininga innan félaga; stjórna, framkvæmdastjórna og hluthafa. Vikið verður að almennum atriðum er varða samsetningu stjórna og stjórnarfundi, svo sem undirbúningi funda, skiptingu verka og hlutverki stjórnarformanns. Fjallað verður um mismunandi skyldur stjórnar eftir breytilegri stöðu félags. Einnig verður farið yfir framkvæmd varðandi ábyrgðir stjórnarmanna, hvoru tveggja skaðabóta- og refsiábyrgðir, í því skyni að veita dýpri innsýn í hlutverk stjórnarmanna.