Vinaminni

Vinaminni

Umhyggja - virðing - gleði
Vinaminni
Um vinnustaðinn
Vinaminni er sérhæfð dagdvöl fyrir fólk með heilabilun. Dagdvöl sem þessi er mikilvæg til þess að virkja þann sem er með heilabilun, örva og hvetja til alls þess sem hann ræður við. Efla sjálfstraust og draga úr vanlíðan og vanmætti. En dagdvölin er ekki síður mikilvæg til að geta létt undir með ástvinum og aðstandendum og veita þeim ráðgjöf og stuðning til að takast á við þau vandamál sem upp kunna að koma. Hlutverk starfsmannanna er að þjálfa, styðja og styrkja vitsmunalega og líkamlega hæfni einstaklingsins svo að hann geti viðhaldið sjálfstæði sínu eins lengi og kostur. Mottó okkar er að öllum líði vel og hlakki til að koma til okkar á morgnana. Við leggjum okkur fram um að skapa rólegt og notalegt andrúmsloft í Vinaminni og hafa hlýju og umhyggju að leiðarljósi.
Vallholt 19, 800 Selfoss

1-10

starfsmenn

Matur

Morgunmatur, hádegismatur og kaffitími

Vinnutími

Vinnutímastytting