Vallaskóli, Selfossi

Vallaskóli, Selfossi

Vinnustaðurinn
Vallaskóli, Selfossi
Um vinnustaðinn
Vallaskóli varð til 1. ágúst 2002 við sameiningu skólanna tveggja á Selfossi, Sólvallaskóla og Sandvíkurskóla. Skólinn er því nýr skóli á gömlum grunni. Vallaskóli er tæplega 600 nemenda skóli í hjarta Selfoss. Sérstaða skólans er m.a. smiðjukennsla á unglingastigi, öflugt list og verkgreinastarf og við skólann er fjölmenningardeild, sjá www.vallaskoli.is. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, jákvæðan aga, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Starfsmenn skólans munu taka þátt í stefnumörkun hans sem tekur meðal annars mið af menntastefnu Sveitarfélagins Árborgar sem byggir á hugmyndinni um skólann sem lifandi lærdómssamfélag.
Sólvellir 2, 800 Selfoss