Össur

Össur

Life Without Limitations
Össur
Um vinnustaðinn
Össur var stofnað á Íslandi árið 1971 og er nú orðið alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks og gera því kleift að lifa lífinu án takmarkana. Við erum leiðandi afl á heimsvísu; hjá okkur starfa um 4000 starfsmenn í yfir 30 löndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði og félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku. Mannauðurinn er okkur dýrmætur. Við erum hátæknifyrirtæki og árangur okkar er undir reyndu og hæfileikaríku fólki kominn. Við leggjum ríka áherslu á að laða að okkur hæft starfsfólk sem er tilbúið að leggja sig fram og sýnir frumkvæði.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Heimsmarkmiðin

Fyrirtækið er þátttakandi í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gegn hlýnun Jarðar.

UN Global Compact

Með þátttöku í Global Compact geta fyrirtæki tekið þátt í því að þróa markaðshagkerfi sem stuðlar að velferð samfélags og umhverfis með því að samtvinna hin tíu grundvallarviðmið við heildarstefnu fyrirtækisins. Grunvallarviðmiðin eru á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála umhverfismála og baráttu gegn hvers kyns spillingu.

Kolviður

Fyrirtækið hefur bundið kolefni á móti losun tengdri starfsemi (að hluta eða öllu leyti)

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2021

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn

Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð

Í sinni ein­föld­ustu mynd felst sam­fé­lags­ábyrgð í því að fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og hverskyns skipu­lags­heild­ir axli ábyrgð og hafi upp­byggi­leg áhrif á um­hverf­ið, stjórn­ar­hætti og sam­fé­lag­ið.
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Hlutverk
Margir þurfa að lifa með líkamlegri fötlun af völdum sjúkdóma eða aflimunar. Okkar hlutverk er að gera því fólki kleift að njóta sín til fulls með bestu stoð- og stuðningstækjum sem völ er á. Áratuga þróunarstarf hefur skapað mikla þekkingu, sem gerir okkur kleift að rækja þetta hlutverk sífellt betur. Við kappkostum að vörur okkar og þjónusta fari fram úr væntingum viðskiptavina, því aðeins þannig verður Össur áfram leiðandi á sínu sviði.
Stefnumið
Stefnumið Össurar er að bæta hreyfanleika fólks með tækni, rannsóknum og nýsköpun. Við aðhyllumst mannleg gildi í hvívetna og vinnum náið með þeim sem þurfa á vörum okkar að halda. Þannig höfum við náð frábærum árangri í starfi og orðið vitni að því að sýn okkar verði að veruleika - fólk yfirstígur líkamlega hindranir, fær notið sín til fulls og öðlast betra líf.

1001-5000

starfsmenn

Gildin okkar:
Heiðarleiki Við auðsýnum virðingu með því að halda okkur við staðreyndir, standa við gefin loforð, uppfylla kröfur og viðurkenna mistök. Við hlúum að heiðarlegum samskiptum innan fyrirtækisins með því að deila upplýsingum og taka tillit til vinnuálags hvers annars. Hagsýni Við notum fjármuni fyrirtækisins af skynsemi. Við höfum það að markmiði að halda kostnaði í lágmarki á öllum sviðum viðskipta með árangursríkum samskiptum, undirbúningi og skipulagningu og kappkostum að bæta vinnuferla. Hugrekki Við notum frelsi okkar til athafna. Við erum opin fyrir breytingum og keppum stöðugt að framförum. Við bjóðum óskrifuðum reglum byrginn, sýnum frumkvæði og tökum meðvitaða áhættu, en tökum jafnframt ábyrgð á hugmyndum okkar, ákvörðunum og athöfnum.