Múlaþing

Múlaþing

Vinnustaðurinn
Múlaþing
Um vinnustaðinn
Múlaþing er sveitarfélag á Austurlandi sem samanstendur af fjórum byggðarkjörnum; Borgarfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði. Sveitarfélagið er eitt víðfeðmasta sveitarfélag landsins, en það spannar rúm 10% af flatarmáli Íslands. Íbúar Múlaþings eru um það bil 5300 talsins og af þeim starfa að jafnaði hjá sveitarfélaginu í kringum 630 manns. Starfsemi sveitarfélagsins er mjög fjölbreytt en innan þess er allt frá skrifstofustörfum í stjórnsýslu sveitarfélagsins og sólarhrings umönnunarþjónustu - yfir í rekstur hafnarmannvirkja, leik- tónlist- og grunnskóla, skólaþjónustu, félagsþjónustu, slökkviliða, hæfingastöðvar, vinnuskóla, bókasafna, menningarmiðstöðva, dagþjónustu aldraðra, mötuneyta, þjónustumiðstöðva, íþróttamiðstöðva og sundlauga. Störf inan sveitarfélagsins snerta þannig samfélagið allt á einn eða annan hátt. Stjórnsýsla Múlaþings skiptist í þrjú svið en þau eru stjórnsýslu- og fjármálasvið, fjölskyldusvið og umhverfis- og framkvæmdarsvið. Undir þessi svið falla síðan öll störf hjá sveitarfélaginu. Múlaþing vill skapa góðan, eftirsóknarverðan og öruggan vinnustað með hamingjusömu starfsfólki sem ber virðingu fyrir hvert öðru. Sveitarfélagið leggur áherslu á heilbrigði og vellíðan og að vinnustaðurinn sé laus við hvers kyns ofbeldi. Þá vill sveitarfélagið laða að fólk með þekkingu og efla starfsþróun. Sveitarfélagið leggur áherslu á að taka vel á móti nýju starfsfólki. Með þjálfun starfsfólks og markvissri endurgjöf stjórnenda er stuðlað að frekari þekkingu og færni sem skilar betri árangri og skapar jákvæð tengsl. Múlaþing vill veita góða þjónustu og skapa traust með faglegum vinnubrögðum og verklagi. Með vel skilgreindum verkferlum skal lágmarka mistök og koma í veg fyrir mismunun. Vinnustaðurinn Múlaþing er framsækinn, tekst á við áskoranir og skipar sér í forystu þegar kemur að þróun í samfélaginu. Í stóru samfélagi myndast ýmis tækifæri og er starfsfólki Múlaþings treyst til að fylgja eftir þeim hugmyndum sem kunna að vakna.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnvægisvog FKA

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni með það að markmiði að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.
Lyngás 12, 700 Egilsstaðir

501-1000

starfsmenn

2020

stofnár