Múlaþing

Múlaþing

Vinnustaðurinn
Múlaþing
Um vinnustaðinn
Múlaþing er nýtt sameinað sveitarfélag fjögurra minni sveitarfélaga á Austurlandi; Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Við sameiningu varð til víðfeðmasta sveitarfélag landsins, um 10.671 ferkílómetrar að flatarmáli sem er rúm 10% af flatarmáli Íslands. Fjölbreytileiki svæðisins er því mikill, allt frá sjó og inn til jökla. Sameining mun hafa fjölmarga jákvæða kosti í för með sér. Stjórnsýslan verður öflugri, rekstur hagkvæmari og þjónusta betri, og um leið er byggðakjörnunum áfram tryggt ákvörðunarvald í mikilvægum málum sem snerta nærsamfélagið með heimastjórnum á hverjum stað. Stærra og fjölbreyttara sveitarfélag hefur einnig í för með sér meiri grósku í mannlífi og fleiri tækifæri í atvinnulífi sem gerir sveitarfélagið eftirsóknarvert hvað varðar búsetu, fjárfestingar og heimsóknir ferðamanna. Íbúar eru um 5300 talsins.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnvægisvog FKA

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni með það að markmiði að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.
Lyngás 12, 700 Egilsstaðir

501-1000

starfsmenn