Isavia ANS

Isavia ANS

Örugg loftbrú í norðri
Isavia ANS
Um vinnustaðinn
Isavia ANS veitir flugleiðsöguþjónustu á íslensku flugstjórnarsvæðinu. Við tengjum heimsálfur á Norður-Atlantshafinu og brúum bil fólks og menningarheima á hagkvæman, framsýnan og öruggan hátt. Við leggjum áherslu á framúrskarandi flugleiðsögu á alþjóðlegan mælikvarða. Við fylgjumst jafnframt vel með tækifærum og tækniþróun og notum nýjustu tækni til að auka og bæta þjónustu. Við viljum að starfsfólk okkar sé ánægt í starfi og að við séum eftirsóttur vinnustaður. Við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar fái viðeigandi þjálfun til að sinna starfi sínu sem og tækifæri til að þróast í starfi.

Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð

Í sinni ein­föld­ustu mynd felst sam­fé­lags­ábyrgð í því að fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og hverskyns skipu­lags­heild­ir axli ábyrgð og hafi upp­byggi­leg áhrif á um­hverf­ið, stjórn­ar­hætti og sam­fé­lag­ið.

Græn skref

Verkefnið Græn skref er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins að vinna markvisst að umhverfismálum í skrifstofustarfssemi sinni. Skrefin eru alls fimm og unnið er eftir skýrum gátlistum.

Heimsmarkmiðin

Fyrirtækið er þátttakandi í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gegn hlýnun Jarðar.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Nauthólsvegur 66, 101 Reykjavík
Mannauðs- og jafnréttisstefna
Við leggjum áherslu á að skapa gott starfsumhverfi þar sem starfsfólk er hvatt til að viðhalda gleðinni, vera hugrakt, uppbyggilegt og um leið að taka ábyrgð á eigin frammistöðu. Við náum árangri sem ein heild. Við stuðlum að jafnrétti í öllu okkar starfi og tryggjum að allt starfsfólk fái jöfn tækifæri og möguleika á að nýta hæfileika sína í starfi. Við leitum leiða til að tryggja jafnt kynjahlutfall bæði í hópi stjórnenda og starfsfólks.

201-500

starfsmenn

Hreyfing

Við erum bæði með heilsurækt á vinnustaðnum sem og bjóðum upp á ýmsa styrkmöguleika til heilsuræktar.

Fjarvinna

Í gildi er fjarvinnustefna sem stuðlar að auknum sveigjanleika í starfi og betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Matur

Við niðurgreiðum morgun- og hádegisverð fyrir starfsfólk.

Skemmtun

Isavia ANS og starfsmannafélagið samstæðunnar skipuleggur fjölda viðburða á ári hverju, m.a. glæsilega árshátíð, fjölskyldudag og jólaball.