Hjallastefnan

Hjallastefnan

Jafnrétti - Lýðræði - Sköpun
Hjallastefnan
Um vinnustaðinn
Hjallastefnan er kærleiksmiðuð og skapandi lýðræðisstefna. Hjallastefnan rekur í dag 14 leikskóla og þrjá grunnskóla. Drifkrafturinn í rekstri Hjallastefnunnar er sú skólahugsjón sem allt starf Hjallastefnunnar byggir á. Starfsfólk fyrirtækisins trúir því staðfastlega að starf þeirra skipti miklu máli og að það eigi með vinnu sinni þátt í því að skapa betri framtíð fyrir börn þessa lands. Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir í námskrá Hjallastefunnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska þeirra einstaklinga sem okkur er treyst fyrir. Einnig er trú okkar að öflugt fyrirtæki í sjálfstæðum skólarekstri geti skapað nýjungar og unnið að tilraunaverkefnum sem veiti hinu opinbera kerfi nauðsynlegt og tímabært aðhald í því að efla fagstarf sitt og þjónustu – öllum börnum til hagsbóta. Skólar Hjallastefnunnar starfa sjálfstætt undir stjórn síns leik- eða grunnskólastjóra sem hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri skólans. Þannig hefur hver skóli sitt eigið andrúmsloft og sína eigin menningu en allir starfa þeir þó að sameiginlegu markmiði og eftir sömu námskrá sem liggur til grundvallar öllum þáttum fagstarfsins.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2022

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Hæðasmári 6, 201 Kópavogur
Vinnustaðurinn
Leikskólar og grunnskólar Hjallastefnunnar bjóða upp á fjölbreytt, bráðskemmtileg og gefandi störf. Börn og foreldrar virða starfsfólkið mikils og vinnuumhverfið allt er frábært. Umræða samfélagsins um lág laun er stórlega ýkt að mati okkar Hjallastefnufólks sem leggjum metnað okkar í sveigjanlegt starfsumhverfi, jákvæðan vinnuanda og kærleiksrík samskipti.Samhliða snýst allt okkar starf um hamingju og árangur þeirra barna sem okkur er treyst fyrir og um einlægni og samstöðu með öllum barnafjölskyldum okkar.Því er velgengni hvers barns í fyrsta sæti og starfsfólk sníður allt starf til að svo megi verða.

501-1000

starfsmenn