
Félagsstofnun stúdenta
Eykur lífsgæði stúdenta

Um vinnustaðinn
Félagsstofnun stúdenta er sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð. FS var stofnuð með lögum nr. 33, 1968 og tók formlega til starfa 1. júní sama ár. Aðild að stofnuninni eiga allir skrásettir stúdentar við Háskóla Íslands, Háskólinn og menntamálaráðuneytið.
FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði stúdenta. Gildi FS eru: Góð þjónusta – Virk samvinna – Jákvæð upplifun – Markviss árangur.
Í dag rekur FS: Bóksölu stúdenta, Leikskóla stúdenta, Stúdentagarða, Stúdentakjallarann, Hámu, Hámu Salatbar, Bókakaffi stúdenta og Kaupfélag stúdenta. Samanlagður starfsmannafjöldi er um 150.

Jafnlaunavottun

VR - Fyrirmyndarfyrirtæki 2020
Sæmundargata 4-10 4R, 101 Reykjavík

Afslættir
Afsláttur af vörum í Bóksölu stúdenta, Hámu og Stúdentakjallaranum
Starfsmannastefna
Leiðarljós Félagsstofnunar stúdenta (FS) er að auka lífsgæði stúdenta og vinna starfsmenn að því í sameiningu.
Gildi FS eru:
– Virk samvinna
– Góð þjónusta
– Jákvæð upplifun
– Markviss árangur

51-200
starfsmenn
Hreyfing
Íþróttastyrkur
Matur
Afsláttur í Hámu og Stúdentakjallaranum










