Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta

Starfsmaður í eldhús Hámu Háskólatorgi

Almenn lýsing

Starfsmaður sér um framleiðslu á heitum mat, samlokum, salötum, boosti og fleiri vörum undir merkjum Hámu og framsetningu þeirra í kælum í verslunarrými Hámu.
Starfsmaður sér um að framleiða samkvæmt söluspám og fyrirmælum yfirmanns í eldhúsi. Starfsmaður sér til þess að vinnslurými sé snyrtilegt og unnið sé eftir lögum og reglum Heilbrigðiseftirlits. Starfsmaður klæðist ávallt hreinum starfsmannafatnaði samkvæmt viðmiðum.

Helstu verkefni

Framleiðsla á heitum mat, samlokum, salötum, boosti og fleiri vörum
Áfyllingar í kæla
Halda framleiðslurými snyrtilegu
Halda kælum og frysti snyrtilegum og hreinum
Uppvask, áfyllingar á leirtaui og sækja leirtau í fráleggsvagna á Háskólatorgi og þar í kring
Önnur tilfallandi störf

Hæfniskröfur (persónueiginlegar og þekking)

Snyrtimennska
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Samviskusemi
Þjónustulyndi
Hæfni í mannlegum samskiptum
Ástríða fyrir matargerð er kostur
Góð íslenskukunnátta kostur

Fríðindi í starfi
  • Íþróttastyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Stytting vinnuvikunnar
Auglýsing birt5. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 4-10 4R, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar