Björgun-Sement

Björgun-Sement

Traustur samstarfsaðili í mannvirkjagerð
Björgun-Sement
Um vinnustaðinn
Árið 2025 sameinuðust Björgun og Sementsverksmiðjan undir einu nafni: Björgun-Sement, en rætur fyrirtækjanna ná aftur til ársins 1952. Björgun-Sement framleiðir hágæða steinefni úr námum á sjó og landi og flytur inn sement fyrir íslenskan byggingariðnað. Fyrirtækið sinnir einnig hafnardýpkunum og dælingu á sjávarefnum ásamt því að starfrækja námuvinnslu. Starfsemin felur í sér: • Framleiðslu, öflun og afhendingu hágæða steinefna úr námum. • Innflutning og dreifingu á sementi frá Heidelberg Materials í Noregi. • Dýpkunarframkvæmdir og efnistöku úr sjó með sérútbúnum dæluskipum. • Námuvinnslu og afhendingu steinefna fyrir mannvirkjagerð um allt land. • Hafnarþjónustu með margvíslegri lestun og losun hráefna. Björgun-Sement byggir starfsemina á hringrásarhugsun, ábyrgri auðlindanýtingu og ströngum gæðaviðmiðum. Steinefni fyrir steinsteypu og malbik eru CE-vottuð og bæði sement og stór hluti steinefna eru með með vottaðar umhverfisyfirlýsingar (EPD). Þá hefur sementsbirgirinn Heidelberg Materials byggt kolefnisföngunarstöð sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 400.000 tonn CO₂ á ári sem gerir að verkum að sementið fæst með mun minna kolefnisspori en áður. Innflutningur sements, sem fer í gegnum starfsstöðina á Akranesi, hefur haft vottað gæðastjórnunarkerfi ISO 9001 frá árinu 1998 ásamt því að vera með vottað heilsu- og öryggiskerfi ISO 45001 og umhverfisvottun ISO 14001. Aðrar einingar fyrirtækisins starfa án formlegrar ISO-vottunar en með sama metnað að leiðarljósi. Með ströngum gæðaviðmiðum, vottuðum umhverfisyfirlýsingum, lágmörkun kolefnisspors og vottuðu stjórnkerfi tryggir Björgun-Sement áreiðanleg steinefni og sement fyrir sjálfbærari mannvirki framtíðarinnar. Björgun-Sement hefur verið dótturfélag Eignarhaldsfélagsins Hornsteins frá árinu 2010 en jafnframt starfrækir Hornsteinn fyrirtækið BM Vallá. Um 200 starfsmenn vinna að verkefnum fyrirtækisins víða um land, þar sem markmiðið er að gera íslenska mannvirkjagerð vistvænni.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2017

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2018

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2019

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2020

Víðinesvegur 22, Álfsnesvík, 162 Reykjavík
Mannauðsstefna
Mikil áhersla er á faglega vinnu þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi. Við tilheyrum liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis og við viljum gera starfsfólki okkar kleift að samhæfa vinnu og fjölskylduábyrgð.
Jöfn tækifæri
Með jafnréttisstefnunni okkar tryggjum við að starfsfólk hafi jafna möguleika óháð kyni, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð, aldurs og fleiri þátta.

11-50

starfsmenn

Búnaður

Við fylgjum heilsu- og öryggisstefnu. Vinnufötum og öryggisbúnaði er úthlutað í samræmi við starf.

Hreyfing

Fastráðið starfsfólk fær styrk til heilsueflingar að eigin vali.

Heilsa

Við erum í samstarfi við Heilsuvernd sem býður upp á margskonar þjónustu fyrir starfsfólk.

Matur

Matur í mötuneyti er starfsfólki að kostnaðarlausu, einungis er greiddur hlunnindaskattur.

Skemmtun

Starfsmannafélagið heldur úti öflugu skemmtanastarfi með ýmiskonar uppákomum yfir árið.

Fræðsla og starfsþróun
Fyrirtækið vinnur markvisst metnaðarfullt fræðslustarf. Lögð er áhersla á ábyrgð og hvatningu stjórnenda til að viðhalda faglegri þekkingu og efla jafnframt tækifæri starfsmanna með markvissri símenntun.