Ásbjörn Ólafsson

Ásbjörn Ólafsson

Vinnustaðurinn
Ásbjörn Ólafsson
Um vinnustaðinn
Hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. starfar samhentur hópur tæplega 30 starfsmanna með fjölbreytta reynslu og ólíkan bakgrunn. Ásbjörn leitast við að veita fyrsta flokks þjónustu ásamt fjölbreyttu vöruúrvali, en fyrirtækið er umboðsaðili fyrir fjölmörg vel þekkt vörumerki. Markmiðið er að bjóða uppá vörur, hugmyndir og lausnir fyrir viðskiptavini fyrirtækisins sem henta þeirra þörfum. Vöruvalið okkar er mjög vítt en boðið er uppá búsáhöld og gjafavöru til smásölu og fyrir stóreldhús auk hágæða vinnufatnaðar og -skó. Ásbjörn Ólafsson ehf. annast beina dreifingu á söluvörum fyrirtækisins til allra viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu, alla daga vinnuvikunnar. Flytjandi annast flutning til annara staða á landsbyggðinni. Ásbjörn Ólafsson ehf. leggur allt kapp á að pantanir sem berast séu sendar til viðskiptavina einum sólarhring eftir að pöntun hefur verið gerð. Ásbjörn er hluti af Heimilistækja fjölskyldunni sem á og rekur fjölbreyttar verslanir um land allt. Verslanir samstæðunnar eru Heimilistæki, Tölvulistinn, Rafland, Byggt og búið, Kúnígúnd og Iittala búðin en auk þess rekur fyrirtækið Raftækjalagerinn og verkstæði. Hjá samstæðunni starfa tæplega 200 starfsmenn í fjölbreyttum störfum þar sem lögð er áhersla á jákvætt starfsumhverfi og vinalegan starfsanda.

Moodup - Vinnustaður í fremstu röð 2024

Vinnustaður í fremstu röð er ný viðurkenning fyrir vinnustaði sem sýna í verki að þeir hugsa um starfsfólk sitt og tryggja því gott starfsumhverfi.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2024

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Köllunarklettsvegur 6
Jafnlaunastefna
Við leggjum áherslu á að greiða jöfn laun og veita sömu kjör fyrir sambærilega frammistöðu, óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum.
Mannauðsstefna
Við getum stolt sagt frá því að meðalstarfsaldur Heimilistækjasamstæðunnar er tæp 10 ár, út frá því má áætla að starfsánægja hjá okkar starfsfólki sé þónokkur. Við leggjum áherslu á jákvætt starfsumhverfi og vinalegan starfsanda ásamt því að veita ætíð framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar og samstarfsfélaga.

11-50

starfsmenn

Skemmtun

Hluti af því að skapa jákvætt og vinalegt starfsumhverfi er að hrista reglulega saman starfshópinn og bjóða upp á reglulega skemmtun. Árlegir viðburðir eru til dæmis glæsileg árshátíð, jólahlaðborð, keilumót, golfmót og fleiri smærri viðburðir á vegum starfsmannafélagsins.