Akademias
Akademias
Akademias

Vefverslun með Shopify - byrjaðu að selja á netinu!

Í námskeiðinu læra þátttakendur að hanna og setja upp vefverslun með vinsælasta vefverslunarkerfi heims, Shopify. Yfir 500 íslenskar verslanir nota Shopify í dag.
Mörg stór jafnt sem smærri fyrirtæki nota kerfið vegna einfaldleikans og hversu hagkvæmt það er. Má þar meðal annars nefna Red Bull, Kylie Cosmetics og Bláa Lónið.

Einfaldleikinn gerir einstaklingum með lágmarkskunnáttu kleift að reka sína eigin vefverslun án þess að þurfa að fjárfesta í aðkeyptri þjónustu.

Skref fyrir skref er farið yfir hvernig vefverslun er sett upp með Shopify, hvernig kerfið virkar og hvernig við náum hámarksárangri með vefverslun.
Sem dæmi, þegar sett er upp vefverslun frá grunni í Shopify þá lærir þú að; vinna með vöruflokka, lærir um vörur og afbrigði; lærir að setja upp skilmála, hvernig þú notar skattastillingar og sendingarmáta; hvernig þú tengir greiðslusíður við vefverslunina; hver reynsla fyrirtækisins Koikoi í vinnu með vefverslanakerfi er og hver næstu skref eru til að byggja upp arðbær viðskipti á netinu.

Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar einstaklingum í eigin rekstri og starfsmönnum minni og stærri fyrirtækja sem reka eða hyggjast setja upp og reka vefverslun.


Námskaflar og tími:
  • Inngangur - 2 mínútur
  • Af hverju Shopify? - 2 mínútur
  • Undirbúningur - 5 mínútur
  • Uppsetning Shopify-prufuaðgangs - 2 mínútur
  • Stutt yfirferð stjórnkerfis Shopify - 2 mínútur
  • Vinna með vörur - 22 mínútur
  • Vinna með vöruflokka - 10 mínútur
  • Kaup léns - 6 mínútur
  • Vefsíða í vinnslu - 8 mínútur
  • Búa til undirsíður - 16 mínútur
  • Búa til yfirvalmynd - 8 mínútur
  • Velja þema - 9 mínútur
  • Breyta útliti vefverslunarinnar - 28 mínútur
  • Breyta stillingum - 4 mínútur
  • Setja inn sendingarmáta - 16 mínútur
  • Setja inn skilmála - 13 mínútur
  • Stilla kaupferlið - 10 mínútur
  • Setja upp tilkynningar - 12 mínútur
  • Setja upp fyrirtækisupplýsingar - 3 mínútur
  • Setja inn skattastillingar - 4 mínútur
  • Greiða fyrir Shopify - 4 mínútur
Heildarlengd:
186 mínútur

Textun í boði:
Enska og íslenska

Leiðbeinandi:

Einar Þór Garðarsson

Einar Þór Garðarsson er stafrænn stjórnandi Koikoi. Hann er með A.P. gráðu í alþjóðlegri sölu- og markaðsfræði með áherslu á frumkvöðlafræði frá Niels Brock, ásamt því að hafa diplóma í stafrænni markaðssetningu frá Háskólanum í Reykjavík og altMBA frá Seth Godin. Einar starfaði áður sem verkefnisstjóri í markaðsdeild Festi og hefur umfangsmikla reynslu af markaðssetningu á netinu. Hann stýrði jafnframt stafrænum verkefnum fyrir Elko, Krónuna, Nóatún og Intersport. Þar áður var hann yfir stafrænum markaðsmálum auglýsingastofunnar Expo.
Тип
Дистанційно
Ціна
24 000 kr.
course.referral-infoAlfred
Поділитися
Надіслати повідомлення
Поділитися
Копіювати URL-адресу
Категорії