Akademias
Akademias
Akademias

Hinn fullkomni karlmaður

Hinn fullkomni karlmaður er stórskemmtilegur og hugvíkkandi fyrirlestur sem fjallar um karlmennsku í samtímanum á víðan og fjölbreyttan hátt og einblínir á „jákvæða karlmennsku“. Hvernig eigum við að hugsa um karlmennskuna, bæta hana og efla – og vera með karlmönnum í liði? Hvernig líta fyrirmyndir ungra karlmanna út í dag, ef þær eru þá til? 

Sverrir leitar víða fanga, meðal annars í eigið líf og ferðast með áheyrendum inn á heimilið, á vinnustaði, aftur í aldir og inn í framtíðina.
Meðal annars er fjallað um jákvæða karlmennsku, feðraveldi, tilfinningalega byrði, femínisma og eitraða karlmennsku.
Og karlmenn í aldanna rás, karlmenn og; föðurhlutverkið, leiðtogahlutverkið, heimilið, líkamann, útlitið, konur, náttúruna og loks karlmenn og framtíðina.

 

Fyrir hverja?

Fyrir alla þá sem vilja fræðast um jákvæða karlmennsku, uppgötva hvernig hinn fullkomni karlmaður er – og hlusta á skemmtilegan og hugvíkkandi fyrirlestur. 


Námskaflar og tími:
  • Engar góðar fyrirmyndir? - 16 mínútur
  • Leitin að hinum fullkomna karlmanni - 13 mínútur
  • Karlmenn í ólíkum hlutverkum, fyrri hluti - 11 mínútur
  • Karlmenn í ólíkum hlutverkum, seinni hluti - 12 mínútur
  • Hvað er þá jákvæð karlmennska? - 8 mínútur
Heildarlengd:
60 mínútur

Textun í boði:
Enska og íslenska

Leiðbeinandi:

Sverrir Norland

Sverrir Norland er rithöfundur, fyrirlesari, útgefandi og fjölmiðlamaður. Sverrir hefur áralanga reynslu af framkomu; á sviði, í sjónvarpi og í útvarpi.
Тип
Дистанційно
Ціна
24 000 kr.
course.referral-infoAlfred
Поділитися
Надіслати повідомлення
Поділитися
Копіювати URL-адресу
Категорії