

Landspítali
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að veitt sé framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.


Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið. Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og fjórar skrifstofur sem starfa þvert á sviðin, skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs- og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum eða skrifstofum. Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti. Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best. Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.


Garðabær
Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir. Starfsemi bæjarins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.


Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 30 þúsund íbúa og um um 2500 starfsfólk sem sinna fjölbreyttum störfum á um 70 starfsstöðvum um allan bæ. Mannauðurinn er okkur dýrmætur. Lögð er áhersla á að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Við viljum vera áhugaverður og góður vinustaður og árangur okkar er undir reyndu og hæfileikaríku fólki kominn. Við leggjum áherslu á að skapa starfsumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til að efla þekkingu sína, hefur tækifæri til þróunar og fái hvatningu til að sýna frumkvæði og njóta sín í starfi sem skilar sér í aukinni starfsánægju og góðri þjónustu við bæjarbúa. Við erum heilsueflandi vinnustaður og viljum að öllum líði vel í vinnunni og bæði stjórnendur og starfsfólk leggja sitt að mörkum við að ýta undir og skapa sem best vinnuumhverfi á öllum okkar starfsstöðvum. Ef þú hefur áhuga á að bætast í hóp starfsmanna hjá Hafnarfjarðarbæ þá hvetjum við þig til að senda inn umsókn.


Mosfellsbær
Mosfellsbær er sjöunda stærsta bæjarfélag á Íslandi með rúmlega 14.000 íbúa. Sveitarfélagið er staðsett í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Hjá Mosfellsbæ starfa um 1200 starfsmenn. Fjölskylduvæn og sveigjanleg mannauðsstefna styður við þá hugmyndafræði að Mosfellsbær sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem atvinna og fjölskylduábyrgð fara saman. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag sem miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu, en verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu, bæði íbúa og starfsmanna.


Grunnskólar Kópavogsbæjar
Í Kópavogi eru reknir tíu grunnskólar og tveir sjálfstætt starfandi skólar. Leiðarljós skólastarfs í Kópavogi er að veita nemendum alhliða menntun og stuðla að þroska þeirra í samstarfi við heimilin. Kópavogur er Barnvænt sveitarfélag og tók við viðurkenningu sem slíkt frá UNICEF á Íslandi og félags- og barnamálaráðuneyti í maí 2021 og aftur í maí 2024. Barnvæn sveitafélög er alþjóðlegt verkefni (e. Child Friendly Cities) sem snýr að samfélögum sem hafa það að markmiði að bæta aðstæður barna og tryggja að ávallt sé tekið tillit til réttinda þeirra samkvæmt Barnasáttmála við gerð stefnu, verkefna eða við aðra ákvarðanatöku. Frístundir starfa við alla grunnskóla þar sem börnum í 1. – 4. bekk býðst að dvelja við leik og skapandi starf í umsjá frístundaleiðbeinenda eftir að skóla lýkur. Allt fastráðið starfsfólk Kópavogsbæjar fær frítt í sundlaugar Kópavogs og á rétt á líkamsræktarstyrk. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að því líði vel í starfi og nái góðum tökum á því.


Alvotech hf
Alvotech er fjölþjóðlegt hátæknifyrirtæki í fremstu röð, þar sem yfir 1000 starfsmenn af um 64 þjóðernum vinna að því að móta framtíðina á sviði líftæknilyfja og auka aðgengi sjúklinga um allan heim að hágæða lyfjum. Margir af færustu vísindamönnum landsins starfa hjá fyrirtækinu. Við leyfum fjölbreytileika, forvitni og frumkvæði starfsfólks að njóta sín. Við bjóðum aðlaðandi starfsumhverfi í stöðugri mótun og ögrandi verkefni. Alvotech tryggir að jafnrétti kynjanna til launa og frama nái til allra starfsmanna, hérlendis jafnt sem erlendis. Við viljum laða að okkur færasta fólkið á hverju sviði, án tillits til uppruna eða kyns. Með þessum hætti getum við best þjónað hagsmunum sjúklinga og samstarfsaðilum okkar. Vertu með okkur í að bæta lífsgæði fólks og auka aðgengi að hagkvæmum líftæknilyfjum.


Leikskólar Kópavogsbæjar
Kópavogsbær rekur 21 leikskóla í bæjarfélaginu. Heildarfjöldi starfsfólks leikskóla bæjarins er rúmlega 700. Starf í leikskóla er fjölbreytt og skemmtilegt og enginn dagur er eins. Í leikskólum Kópavogs er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun og að mæta þörfum hvers barns. Vel er tekið á móti nýju starfsfólki leikskóla og því veitt markviss starfsþjálfun til að skapa vellíðan og virðingu fyrir starfinu. Í leikskólum Kópavogs er um 33% starfsfólks leikskólakennaramenntað. Fleiri munu bætast í hópinn á næstunni þar sem fjöldi starfsfólks stundar nám í leikskólakennarafræðum með styrk frá bænum. Starfsfólk er hvatt til að sækja um námsstyrki en í boði er styrkur til náms í leikskólakennarafræðum í allt að 7 ár, auk styrks til að stunda leikskólaliðanám í framhaldsskólum. Starfsfólk leikskóla getur sótt um forgang í leikskóla fyrir börnin sín auk þess að fá 40% afslátt af leikskólagjöldum. Starfsfólk leikskóla fær fríar máltíðir og borðar með börnunum. Allt fastráðið starfsfólk Kópavogsbæjar á rétt á líkamsræktarstyrk. Leikskólar Kópavogs loka flestir milli jóla og nýárs, í dymbilviku og vetrarleyfum og þá býðst starfsfólki að taka út hluta af uppsafnaðri vinnutímastyttingu. Ávallt eru þó opnir tveir leikskólar eða fleiri í samræmi við fjölda barna sem kjósa að vera í leikskóladvöl þessa daga. Leikskólar Kópavogs vinna markvisst að innleiðingu Barnasáttmálans í öllu sínu starfi. Fimm leikskólar í Kópavogi voru fyrstu leikskólar í heiminum til að innleiða réttindaleikskóla Unicef og fleiri leikskólar í bænum vinna nú að verkefninu. Kópavogsbær er einnig annað tveggja sveitarfélaga á landinu sem er viðurkennt barnvænt sveitarfélag Unicef. Allir leikskólar í Kópavogi hafa innleitt vináttuverkefni Barnaheilla.


Icelandair
Icelandair er líflegur vinnustaður með starfstöðvar á Íslandi, Evrópu og Norður-Ameríku. Við erum einn stærsti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins og vinnum í alþjóðlegu og síbreytilegu umhverfi. Við fljúgum til fjölda stórborga í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada, og til áfangastaða innanlands og á Grænlandi. Icelandair is a lively workplace with operations in Iceland, Europe and North America. We are one of the largest and most diverse companies in Iceland, and work in an international, and ever-changing environment. We fly to multiple cities in Europe, the United States and Canada, as well as destinations within Iceland and in Greenland.


Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg er fjölmennasta sveitarfélagið á Suðurlandi. Það varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps. Sveitarfélagið hefur vaxið ört síðastliðin ár og telur nú tæplega 12.000 íbúa. Þar er miðstöð þjónustu á Suðurlandi, góðir skólar ásamt öflugu íþrótta-, félags- og menningarlífi. Starfsmenn sveitarfélagsins eru um 1000 og lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri, þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.


ICEWEAR
Icewear er íslenskt útivistarvörumerki og á sögu allt aftur til ársins 1972. Vörulína Icewear er mjög stór og samanstendur af fjölbreyttu úrvali af útivistarfatnaði, ullarvörum og helstu fylgihlutum til útivistar fyrir bæði börn og fullorðna. Allar vörur Icewear eru hannaðar á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður. Icewear leggur ávalt mikið upp úr sanngjörnu verði, fjölbreyttu úrvali og góðri þjónustu enda er útivist fyrir alla. Verslanir Icewear eru í dag 23 talsins og eru staðsettar um land allt undir merkjum Icewear, Icewear Magasín og Icemart. Þá er vefverslun Icewear mjög vinsæl og selur út um allan heim. Sjá vefsíðu Icewear: www.icewear.is Helstu vöruflokkar Icewear eru útivistarfatnaður, ullarvörur og minjagripir. Verslanir Icewear eru staðsettar í Reykjavík, Akureyri, Kópavogi, Vestmannaeyjum, Þingvöllum og við Goðafoss og í Vík í Mýrdal ásamt mjög öflugri vefverslun. Fyrirtækið hefur verið ört vaxandi og hjá Icewear starfa í dag um 280 manns. Gildi Icewear eru samskipti, metnaður, ánægja. Unnið er með þau i daglegum störfum og áhersla lögð á að skapa skemmtilegan og spennandi vinnustað. Þín útivist Þín ánægja


Brimborg
Brimborg er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á bílamarkaði með umboð fyrir mörg af þekktustu bílamerkjum heims eins og Volvo, Ford, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel ásamt Volvo vörubílum, Volvo vinnuvélum og Volvo Penta bátavélum. Brimborg er umsvifamikið í innflutningi, sölu, þjónustu og útleigu á farar- og flutningatækjum til atvinnurekstrar eða einkanota og býður meðal annars hjólbarða frá Nokian og útleigu bíla frá Dollar og Thrifty. Fyrirtækið rekur í dag bílaumboð, bílasölu fyrir fólksbifreiðar, atvinnubíla- og atvinnutæki, bílaleigu og víðtæka varahluta- og verkstæðisþjónustu fyrir bíla og atvinnutæki. Starfsstöðvar Brimborgar eru í dag átta talsins í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Akureyri. Þótt auður hvers fyrirtækis felist að miklu leyti í góðu skipulagi og rekstri er mannauðurinn ekki síður mikilvægur. Þar hefur Brimborg miklu láni að fagna og margir af ríflega 300 starfsmönnum fyrirtækisins hafa starfað hjá því í yfir 20 ár. Þetta er þrautþjálfað fólk með mikla reynslu og þekkingu og slík tryggð starfsmanna við fyrirtæki í harðri samkeppni er ómetanleg. Brimborg býður upp á breitt úrval starfa, tímabundin sem og ótímabundin og tökum vel á móti nemum til okkar sem hyggjast stefna að fagmennsku í bifvélavirkjun og/eða vélvirkjun. Öll okkar verkstæði eru gæðavottuð frá Bílgreinasambandinu en Brimborg rekur alls 10 verkstæði.


Fagkaup ehf
Fagkaup veitir byggingar-, iðnaðar- og veitumarkaði virðisaukandi þjónustu. Innan Fagkaupa eru verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindri, Vatn og veitur, S. Guðjónsson, Varma og Vélarverk, K.H. vinnuföt, Áltak, Fossberg, Hagblikk og Þétt byggingalausnir. Rúmlega 300 starfsmenn vinna hjá Fagkaupum í fjölbreyttum störfum ólíkra starfsstöðva og fyrirtækja. Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Auk þess hefur Fagkaup hlotið vottun skv. ISO 9001 gæðastaðlinum. Eitt af lykilmarkmiðunum er að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Til að ná þeim markmiðum er hæft starfsfólk mikilvægur partur í daglegum störfum Fagkaupa. Mannauðsstefna Fagkaupa þar sem m.a. er lögð áhersla á tækifæri til starfsþróunnar og vaxtar í starfi með m.a. öflugu fræðslustarfi og fjölbreyttum störfum innan fyrirtækisins. Unnið er að jákvæðu, hvetjandi og öruggu starfsumhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er höfð að leiðarsljósi. Fagkaup hvetur áhugasama einstaklinga að sækja um störf óháð kyni, aldri og uppruna.


Fagkaup þjónustudeild
Vöruhús Fagkaupa þjónustar rekstrareiningar félagsins. Fagkaup á og rekur ellefu verslunar og þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi, Akureyri , Reykjanesbæ og Reyðafirði. Fagkaup veita byggingar-, iðnaðar- og veitumarkaði virðisaukandi þjónustu. Innan Fagkaupa eru verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindri, Vatn og veitur, S. Guðjónsson, Varma og Vélarverk, K.H. vinnuföt, Áltak, Fossberg, Hagblikk og Þétt byggingalausnir. Rúmlega 300 starfsmenn vinna hjá Fagkaupum í fjölbreyttum störfum ólíkra starfsstöðva og fyrirtækja. Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Auk þess hefur Fagkaup hlotið vottun skv. ISO 9001 gæðastaðlinum. Eitt af lykilmarkmiðunum er að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Til að ná þeim markmiðum er hæft starfsfólk mikilvægur partur í daglegum störfum Fagkaupa. Lögð er áhersla á góðan starfsanda og góðan aðbúnað starfsfólks. Starfsþróun og tækifæri til vaxtar þar sem fræðsla til starfsfólks er lykilþáttur í að auka þekkingu starfsfólk og efla í daglegum störfum. Þjónustudeildin er mikilvægur hlekkur í starfsemi Fagkaupa. Þar starfar samheldin flokkur starfsfólks sem leggur metnað í störf sín með krafti og samvinnu að leiðarljósi ! Frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.fagkaup.is


Leikskólinn Hulduheimar
Leikskólinn Hulduheimar opnaði 14. nóvember 2006. Í Hulduheimum geta 120 börn dvalið samtímis og tæplega 40 starfsmenn í mismunandi stöðuhlutföllum. Leikskólinn starfar í ljósi hugmyndafræði John Dewey. Grunnhugmyndir uppeldisstefnu John Dewey byggjast á hugmyndum sem er lýst á einfaldan hátt í einkunnarorðunum ,,learning by doing“, að læra í athöfn eða að læra af eigin reynslu. Lögð er áhersla á að efla virðingu fyrir einstaklingnum, sjálfshjálp, félagsfærni og snemmtæka íhlutun


Leikskólinn Jötunheimar
Leikskólinn Jötunheimar er 10 deilda leikskóli sem opnaði 2008 við Norðurhóla 3. Í starfsstöðinni í Norðurhólum 3 eru sex deildir en haustið 2023 opnuðu tvær deildir í starfsstöðinni við Heiðarstekk 10 og haustið 2025 munu aðrar tvær opna þar. Markmið leikskólans Jötunheimar er heilsueflandi leikskóli. Leiðarljós leikskólans er Leikurinn á vísdóm veit og lögð er áhersla á að þau komi fram í öllu daglegu starfi. Markmið okkar er að öll börn fái að njóta sín á eigin forsendum og getu. Mikilvægt er að börnin fái góðan og samfelldan tíma til leikja og áhersla er lögð á sjálfstæði barnsins til að tjá sig í leik og starfi. Það er meðal annars gert í gegnum skapandi starf, málrækt, hreyfingu og með jákvæðum samskiptum. Kennsluaðferð leikskólans Áhersla er á leikinn og að barnið læri í gegnum leik. Fullorðnir eiga að vera leiðbeinandi og styðja börnin í þekkingarleit sinni og gefa þeim nægan tíma til að leysa þau verkefni sem þau eru að fást við.


Selfossveitur
Selfossveitur bs. er sjálfstætt félag sem heyrir undir Veitudeild Sveitarfélagsins Árborgar.


Varma og Vélaverk
Fagmennska og þjónusta er okkar fag. Saga Varma og vélaverks nær 37 ár aftur í tímann og hjá fyrirtækinu starfa 7 manns. Helstu viðskiptavinir Varma og vélaverks eru veitur og sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Samhliða innflutningi og sölu á vörum og búnaði frá viðurkenndum framleiðendum, annast starfsmenn Varma & vélaverks, tækniþjónustu, varahlutaþjónustu og ráðgjöf við val á búnaði. Starfsmenn Varma & vélaverks leggja sig fram við að finna hentugar og hagstæðar lausnir fyrir viðskiptavini. Sem dæmi má nefna að Varma & vélaverk hefur um árabil þjónustað orkuveitur með mælitækjum, lokum, drifbúnaði, dælum, ásþéttum, o.fl. Varma og vélaverk er hluti af Fagkaupum sem veita byggingar-, iðnaðar- og veitumarkaði virðisaukandi þjónustu. Innan Fagkaupa eru verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindri, Vatn og veitur, S. Guðjónsson, Varma og Vélarverk, K.H. vinnuföt, Áltak, Fossberg, Hagblikk og Þétt byggingalausnir. Rúmlega 300 starfsmenn vinna hjá Fagkaupum í fjölbreyttum störfum ólíkra starfsstöðva og fyrirtækja. Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Auk þess hefur Fagkaup hlotið vottun skv. ISO 9001 gæðastaðlinum. Eitt af lykilmarkmiðunum er að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Til að ná þeim markmiðum er hæft starfsfólk mikilvægur partur í daglegum störfum Fagkaupa. Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Auk þess hefur Fagkaup hlotið vottun skv. ISO 9001 gæðastaðlinum. Lögð er áhersla á góðan starfsanda og góðan aðbúnað starfsfólks.


Áltak
Áltak er leiðandi fyrirtæki á íslenskum byggingamarkaði og hefur verið það frá stofnun þess árið 1997. Alla tíð hefur megin áhersla fyrirtækisins verið að veita heildarlausnir í álklæðningum og undirkerfum. Fyrirtækið hefur farið ört stækkandi og vöruframboð aukist til muna. Í dag býður Áltak upp á heildarlausnir í kringum klæðningar, hljóðvist, steypumót, iðnaðarhurðir, vöruhúsarekka og margt fleira. Markmiðið er að bjóða eingöngu upp á gæðaefni sem standast íslenskar aðstæður og hafa endingartíma sem mældur er í áratugum. Áltak er hluti af Fagkaupum sem rekur verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindra, Vatn & veitur, S. Guðjónsson, K.H. Vinnuföt, Varma og Vélaverk, Ísleif, Hagblikk, Fossberg og Þétt byggingalausnir. Hjá Fagkaupum starfa rúmlega 300 einstaklingar og aðsetur fyrirtækjana er í Reykjavík, Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Grundartanga, Selfossi og á Akureyri. Fyrirtækið leggur áherslu á góða vinnustaðamenningu, samstöðu og samheldni meðal starfsfólks. Unnið er eftir jafnréttis og jafnlaunastefnu félagsins sem einnig hefur hlotið jafnlaunavottun. Þá er unnið samkvæmt mannauðsstefnu Fagkaupa þar sem tækifæri eru til starfsþróunnar og vaxtar í starfi með m.a. öflugu fræðslustarfi og fjölbreyttum störfum innan fyrirtækisins. Áhersla lögð á jákvætt, hvetjandi og öruggt starfsumhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er haft að leiðarsljósi.


Vallaskóli, Selfossi
Vallaskóli varð til 1. ágúst 2002 við sameiningu skólanna tveggja á Selfossi, Sólvallaskóla og Sandvíkurskóla. Skólinn er því nýr skóli á gömlum grunni. Vallaskóli er tæplega 600 nemenda skóli í hjarta Selfoss. Sérstaða skólans er m.a. smiðjukennsla á unglingastigi, öflugt list og verkgreinastarf og við skólann er fjölmenningardeild, sjá www.vallaskoli.is. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, jákvæðan aga, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Starfsmenn skólans munu taka þátt í stefnumörkun hans sem tekur meðal annars mið af menntastefnu Sveitarfélagins Árborgar sem byggir á hugmyndinni um skólann sem lifandi lærdómssamfélag.


Sunnulækjarskóli, Selfossi
Sunnulækjarskóli er við Norðurhóla 1 á Selfossi. Hann tók til starfa í ágúst 2004 með 1.- 4. bekk en er nú heildstæður skóli með bekkjardeildir frá 1.- 10. bekk. Sérdeild Suðurlands er deild innan Sunnulækjarskóla og í daglegu tali nefnd Setrið. Sunnulækjarskóli er skóli sem lærir. Skólinn er samfélag þar sem allir vinna saman að því að læra, þroskast og taka framförum. Við viljum byggja upp sterkt lærdómssamfélag nemenda og starfsmanna og leggjum áherslu á metnaðarfullt skólastarf þar sem virðing og traust ríkir. Góð samvinna starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans er mjög mikilvæg. Nemendur eru settir í öndvegi og við viljum rækta með þeim áræði, þrek og þor til að takast á við þau fjölmörgu og fjölbreyttu verkefni sem bíða þeirra á lífsleiðinni. Við viljum að nemendum og starfsfólki líði vel í skólanum og gangi glaðir til starfa. Í Sunnulækjarskóla vinna allir í teymum. Þannig nýtum við styrkleika og margbreytileika hópsins betur og margar hendur vinna létt verk. Umsjónarkennarar innan árgangs mynda kennarateymi sem og faggreinakennarar, list- og verkgreinakennarar, íþróttakennarar og sérkennarar ásamt þroska- og iðjuþjálfum. Kennarateymin framkvæma og stjórna daglegu skólastarfi tiltekinna árganga eða námshópa. Góð teymisvinna er liður í að byggja upp sterkt lærdómssamfélag í skólanum. Einkunnarorð skólans eru GLEÐI - VINÁTTA - FRELSI.