

Mannauðsmál frá A til Ö
Á þessu veglega 7 vikna námskeiði er fjallað er um hagnýt atriði mannauðsstjórnunar með skýrum hætti. Stjórnendur standa frammi fyrir nýjum áskorunum vegna breytinga á starfsumhverfinu, en í þeim liggja jafnframt fjölmörg tækifæri. Fjarvinna og sveigjanlegt starfsumhverfi, velferð starfsmanna og fjölbreytileiki eru á meðal umfjöllunarefna.
Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust og færni stjórnenda með mannaforráð, m.a. til að leiða einstaklinga og teymi á hvetjandi og uppbyggilegan hátt til aukins árangurs. Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að vera betur í stakk búnir til að nýta sér hagnýtar aðferðir mannauðsstjórnunar í starfi sem stjórnendur og stuðla að eigin starfsþróun í síbreytilegu starfsumhverfi.
Á námskeiðinu er fjallað um
- Stjórnendahlutverkið.
- Ráðningarferlið frá A til Ö.
- Starfsmannasamtöl, hvatningu, frammistöðu og endurgjöf.
- Starfsþróun.
- Breytingastjórnun.
- Erfið starfsmannamál.
- Fjölbreytileiki á vinnustöðum.
- Vinnustaðamenningu.
- Samskipti og upplýsingaflæði.
- Velferð á vinnustað.
- Nýja starfsumhverfið – tækifæri og áskoranir.
Ávinningur þinn
- Aukið öryggi í stjórnendahlutverkinu.
- Aukin færni í ráðningum og nýliðamóttöku.
- Færni til skilvirkari samskipta og til að takast á við erfið starfsmannamál.
- Leikni í að efla liðsheild og stuðla að góðum starfsanda.
- Færni í að leiða fjölbreytilegan starfshóp.
Komdu huganum á hreyfingu og skráðu þig í dag!