Origo hf.
Origo hf.
Origo hf.

Vörustjóri innviðalausna

Vilt þú taka þátt í að móta framtíð innviðalausna hjá Origo?

Við leitum að öflugum og framsæknum leiðtoga sem er tilbúinn til að takast á við krefjandi verkefni í heimi ört vaxandi tækniþróunar og er tilbúinn til að leiða þróun og stýringu lausna sem mæta kröfum um aukna reiknigetu, örugga innviði og nýstárlega lausnamiðun. Vörustjóri mun vinna mjög náið með lykilbirgjum, tækniteymi og sölu- og markaðsteymi.

Origo hefur um árabil verið leiðandi í ráðgjöf, sölu, uppsetningu, þjónustu og rekstri á innviða- og netlausnum frá heimsþekktum framleiðendum eins og NVIDIA, IBM, Lenovo, Schneider, Juniper, Fortinet ofl.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skilgreina vörusýn og stefnu í samstarfi við viðskiptavini og stjórnendur og birgja
  • Greina markaðsþarfir og tækifæri
  • Samskipti við lykilbirgja og áætlanagerð
  • Þróa lausnakort og fylgja eftir framvindu þess
  • Þjónusta og samskipti við viðskiptavini og samstarfsfólk
  • Samræma og miðla upplýsingum til viðskiptavina og samstarfsfólks
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af vörustjórnun eða sambærilegu starfi
  • Þekking og reynsla á sviði upplýsingatækni
  • Háskólamenntun eða önnur menntun tengd upplýsingatækni
  • Reynsla og þekking á að pakka inn lausnum og skrifa vörulýsingar
  • Frábær samskiptafærni og hæfileiki til að koma hugmyndum skýrt á framfæri
  • Góð greiningarhæfni og hæfileiki til að taka gagnadrifnar ákvarðanir
  • Hafa skilning á tæknilegum og viðskiptalegum þáttum lausnaframboðs


Gott að hafa

  • Leiðtogahæfileika
  • Lausnamiðað hugarfar
  • Áhuga á að læra og tileinka sér nýja þekkingu
  • Mikla þjónustulund
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegur vinnutími

  • Öflug velferðar-og heilsustefna

  • Styrkir s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur o.fl.

  • Framúrskarandi vinnuaðstaða

  • Frábær afþreyingaraðstaða og mötuneyti

Auglýsing birt24. janúar 2025
Umsóknarfrestur10. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)