
Innnes ehf.
Innnes er ein stærsta og öflugasta heildsala landsins á sviði matvöru og eru vörumerki fyrirtækisins neytendum vel kunnug.
Helstu viðskiptavinir Innnes eru stærstu matvöruverslanir landsins, hótel, veitingastaðir, mötuneyti, skólar o.fl.
Hjá Innnes starfa um 200 manns. Fyrirtækið leggur áherslu á að skapa starfsfólki sínu góða vinnuaðstöðu og öflugan starfsanda ásamt því að veita því tækifæri til að ná árangri og vaxa í starfi.
Innnes starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við jafnréttis- og launastefnu fyrirtækisins.
Innnes hvetur alla, óháð kyni, til að sækja um störf hjá fyrirtækinu.
Gildi fyrirtækisins eru gleði og fagmennska.

Vörumerkjastjóri í mat- og drykkjarvörum
Innnes leitar að öflugum og reynslumiklum vörumerkjastjóra til að ganga til liðs við kraftmikið teymi okkar í heildsölu með mat- og drykkjarvörur. Viðkomandi mun bera ábyrgð á vörumerkjum frá alþjóðlegum birgjum og leiða markaðsstarf tengt þeim vörum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Byggja upp og viðhalda sterkum tengslum við erlenda birgja.
- Vinna að markaðssetningu og kynningum í samstarfi við söluteymi og birgja.
- Ábyrgð á markaðsáætlunum, innleiðingu markaðsherferða og eftirfylgni þeirra.
- Greining markaða og samkeppni til að tryggja árangur vörumerkjanna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi (t.d. markaðsfræði eða viðskiptafræði).
- Reynsla af vörumerkjastjórnun, helst innan mat- og drykkjarvörugeirans.
- Reynsla af samskiptum við erlenda birgja.
- Mikil færni í skipulagi, samvinnu og frumkvæði í starfi.
- Sterk hæfni í samskiptum og miðlun upplýsinga.
- Góð tölvukunnátta, reynsla af Excel og Power Point.
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og rituðu máli.
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt starf í öflugu fyrirtæki með sterk vörumerki.
- Samstarf við leiðandi birgja og þekkta framleiðendur á alþjóðavísu.
- Öflugt og samheldið teymi.
- Gott vinnuumhverfi.
Auglýsing birt7. ágúst 2025
Umsóknarfrestur17. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Korngarðar 3, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)